Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 115
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
119
á framhlið, en það fer illa. Flísar brotnar úr báðum endum. Slitin.
Leifar af brúnni málningu(?). 75.1.j.
3. Útskurður á framhliðinni; strikhefluð meðfram köntunum að
ofan og neðan. Nokkuð til vinstri frá miðju er kringlóttur, sléttur
reitur með innskornum þremur latneskum stöfum og ártali. Bylgju-
teinungar ganga út til beggja hliða, en auðsjáanlega hefur verið
sagað af báðum endum. Til vinstri hefur kannske verið sagað svo
mikið af, að það sé þess vegna, sem kringlótti reiturinn er ekki í
miðju. Teinungarnir eru upphleyptir, 3-4 mm að hæð. Grunnflötur-
inn er ekki jafnaður nema að litlu leyti, en hefur sig upp á milli bugð-
anna. Báðir teinungarnir hafa víst upphaf sitt til vinstri. Þeir eru
flatir og sléttir að ofan, allt að 2 sm breiðir. f hverri beygju er grein,
sem annaðhvort endar í margflipuðu blaði með innri útlínum á hin-
um frammjóu flipum eða myndar lítinn bylgjuteinung í 2 eða 3 lið-
um með undningum. Næst kringlótta reitnum til hliðanna efst er út-
fylling með tveimur blöðum og nokkuð löngum þríhyrningsskurðum
eftir miðjunni. — Frumstætt verk.
4. Ártal: 1741.
5. Áletrun: W A D.
6. L: Seljandi frú S. E. Magnússon 1892. Cambridge, England.
1. 72096. Rúmfjöl úr furu. L. 82, br. 23, þ. 1.7.
2. Með talsvert mörgum sprungum, að öðru leyti góð og sterk-
leg. Ómáluð. 75.1.ab.
3. Útskurður á framhliðinni. Á miðju er ferhyrndur reitur með
tveimur innskornum hringum, hvorum innan í öðrum. Á milli þeirra
er krákustígsbekkur með kílstungum inn á milli. Inni í innri hringn-
um eru fjórir höfðaletursstafir í ferhyrndri, skástrikaðri umgerð,
sem skipt er í fjórar rúður, sem myndast af mjóum skástrikuðum
„listum“ (líkt „kaðalsnúningum"). Utan við allar fjórar hliðar um-
gerðarinnar og í hornunum utan ytri hringsins eru innskornir latn-
eskir stafir. í báðum reitunum, sem verða út frá miðreitnum, eru
fimm höfðaleturslínur af fremur óvanalegri gerð. Eru þær á upp-
hleyptum böndum, en smá-„kaðalsnúningar“ á milli bókstafanna.
Innskorið ártal, umkringt af kílstungum, er aftan við síðasta höfða-
letursstafinn. — Þróttmikið og nákvæmt verk.
4. Ártal: 1846.