Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 117
lSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
121
6. L: Seljandi frú Sigríður E. Magnússon. Cambridge, England,
22. 2. 1892.
8. Peasant Art, fig. 40
1. 72098. Rúmfjöl úr furu. L. 121, br. 16, þ. um 1.
2. Nokkrar flísar brotnar úr köntunum og smásprungur. Að
öðru leyti góð. Ómáluð. 75. B.q. og 75.B.L
3. ÚtSkurður á báðuni hliðum: Á annarri eru þrír hringar, einn
í miðju og einn við hvorn enda. Umgerð þeirra er kílskurðarbekkir.
í hverjum þeirra er lágt upphleyptur ferhyrningur með „eyrum“ á
hliðunum. Nokkrir undarlegir bókstafir eru innskornir í ferning-
ana (og sennilega ártal). Milli hringanna er höfðaleturslína eftir
miðju. Undir henni tveir krákustígsbekkir með kílskurði; yfir er
stærri krákustígsbekkur með innskornum línum. Á hinni hliðinni er
sams konar hringur í miðju. I ferninginn hér eru skornir stafirnir
iHs (höfðaletur). Ferhyrningurinn er hér frekar sem umgerð með
dálítinn útstandandi boga á hliðunum. (Mynd sem oft fylgir IHS-
merkinu.) Lóðréttir bekkir eru á báðum endum, einföld tilskurðar-
röð og krákustígsbekkur. Milli lóðréttu endabekkjanna og
hringsins í miðju eru höfðaleturslínur meðfram köntunum að ofan
og neðan. Milli línanna eru stærri og minni krákustígsbekkir, með
djúpt innskornum línum fyrir ofan og neðan. — Frumstæður og
óreglulegur útskurður.
4. Ártal. í hringum þremur á annarri hlið fjalarinnar eru nokk-
ur tákn, sem ef til vill er Anno og ártal: 1762.
5. Áletrun. Stóru stafirnir í hinum þremur hringum eru: I (eða
Y) M S. Höfðaleturslínurnar: einglamæturH mþigabereilmá
erenHirHondu sæturdrottendir
dagHuern Hiaþieruer
6. L: Seljandi frú S. E. Magnússon 1892. Cambridge, England.