Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 118
STEFÁN JÓNSSON,
Höskuldss töðum:
FLATATUNGA OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
Árið 1953 eignaðist Þjóðminjasafnið fjóra útskorna fjalarstúfa, sem voru
■einu útskornu viðirnir, er fundust í bænum í Flatatungu, þegar hann var
rifinn 1952. Eru þeir hið eina, sem með vissu er enn til af hinum fræga út-
skurði í gamla Flatatunguskálanum. Um fjalir þessar hefur Kristján Eldjárn
skrifað í Acta Archaeologica XXIV. I>ar greinir liann einnig frá útskornum
fjölum frá Bjarnastaðaldíð í Vesturdal, sem munnmæli herma, að einnig séu
úr Flatatunguskálanum (Þjms. 8891 a—m). Útskurðurinn á þeim er að sumu
leyti svipaður og á Flatatungufjölunum fjórum, en að öðru leyti ólíkur. Munn-
mælin um uppruna fjalanna verða nú ekki rakin lengra aftur en til Kálunds
(1872—74). Það virðist ómaksins vert að reyna að gera sér grein fyrir, hvort
hægt sé að benda á nokkurt það samband milli þessara tveggja bæja, að flutn-
ingur fjalanna frá Flatatungu til Bjarnastaðahlíðar sé líklegur. Þessi grein
<er árangur slíkrar viðleitni.
I. Um eigendur Flatatungu og ábúendur.
Ekki er hægt að segja með vissu nákvæmlega, hvenær Flatatunga
í Skagafirði hefur orðið eign biskupsstólsins á Hólum. Árið 1478,
hinn 11. júlí, pantsetur Sigmundur prestur Steinþórsson Ólafi bisk-
upi Rögnvaldssyni á Hólum jörðina Flatatungu fyrir sektir við
biskup út af Miklabæjar-ráni og öðrum oftekjum, en áskilur sér lausn
á jörðinni innan þrennra tólf mánaða (ísl. fbrs. VI, bls. 143). Ári
síðar, þann 30. júlí 1479, leggur Ólafur biskup Flatatungu til Hóla-
dómkirkju, ásamt mörgum öðrum jörðum, sem hann hefur „fengið
í sektir og sakferli" síðan hann varð biskup á Hólum, en þó tekið
fram um Flatatungu: „ef hún verður dómkirkjunnar eign innan
Jtrennra XII mánaða“, það er að segja: ef hún verður ekki innleyst
af síra Sigmundi. Ekki var það líkt Ólafi biskupi að sleppa þeim
jarðeignum úr hendi sér, sem hann náði tangarhaldi á, og má því
telja líklegt, að sr. Sigmundur hafi ekki innleyst Flatatungu innan
tiltekins tíma, og jörðin því orðið eign Hólastóls.