Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 119
FLATATUNGA CG BJARNASTAÐAHLlÐ 123 Árið 1525 er Flatatunga talin eign Hóladómkirkju, samkvæmt skrá þeirri, sem gerð var yfir eignir Hólastóls, þegar Jón Arason tók við biskupsstólnum. I biskupstíð Jóns Arasonar hefur verið sett útibú (stólsbú) frá Hólastað í Flatatungu, en hvaða ár það hefur verið, verður ekki séð. I skrá yfir eignir Hóladómkirkju og Hólastóls eftir Jón biskup Arason frá fallinn, sem ársett og dagsett er 25. des. 1550 og venjulega er kölluð „Sigurðarregistur", er talið að í Flatatungu sé stólsbú (sbr. Isl. fbrs. XI, bls. 856 og 860). Af bréfabók Guðbrands biskups sést, að árin 1571 og 1572 hefur enn verið stólsbú í Flata- tungu. Mjög líklegt er, að stólsbú hafi verið þar lengi eftir það, eða jafnvel fram um 1650. Á seinni hluta 17. aldar virðist Flatatunga vera orðin leigujörð, og býr þar þá (máske skömmu eftir 1650) Sigurður Jónsson og eftir hann sonur hans Jón Sigurðsson. Býr Jón þar árið 1703, þegar mann- talið var tekið, þá 70 ára gamall. Þeir feðgar voru sagðir sauðabænd- ur miklir. — I Flatatungu bjuggu svo niðjar Jóns og venzlafólk þeirra þar til laust fyrir aldamótin 1900, að önnur ætt kemur þangað. Má því með sanni segja, að niðjar Sigurðar Jónssonar hafi búið í Flata- tungu í tvær aldir, og þó líklega nokkru betur. Þegar Hólastólsjarðir voru seldar 1802, bjó í Flatatungu Stefán Guomundsson, og keypti hann ábúðarjörð sína. — Guðmundur faðir Stefáns bjó um hríð í Flatatungu og var sonur ívars bónda í Flata- tungu Bjarnasonar, en kona ívars var Arndís Guðmundsdóttir; hún var tvígift og bjó í Flatatungu með báðum mönnum sínum. Arndís var dóttir Guðmundar bónda á Úlfsstöðum og síðar í Flatatungu Gíslasonai', en kona Guðmundar var Guðrún dóttir Jóns bónda Sig- urðssonar í Flatatungu, en hans er getið hér fyrr.. — Stefán Guð- mundsson bjó í Flatatungu árin 1796—1819 og 1828—1836; var þríkvæntur. Gísli sonur hans bjó þar stórbúi 1828—1872 og Jón sonur Gísla árin 1872—1883. Jón fór til Vesturheims. Systir Jóns, Ingibjörg Gísladóttir, átti Þorkel Pálsson bónda á Frostastöðum; fluttu þau að Flatatungu 1883 og bjuggu þar fram undir aldamótin 1900. Sonur þeirra er Þorkell, sem var veðurstofustjóri. Eins og fyrr segir, flutti Stefán Guðmundsson árið 1819 burtu frá Flatatungu (eignarjörð sinni), fyrst að Tungukoti, sem hann átti líka, en svo bjó hann í Sölvanesi, vestan Héraðsvatna, árin 1821— 1828, og flutti þá aftur að Flatatungu. Ár þau, sem Stefán leigði Flatatungu, bjuggu ýmsir á jörðinni, og flest árin var þar tvíbýli. Árin 1819—1821 bjó Stefán Stefánsson í Flatatungu og var aðal-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.