Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 119
FLATATUNGA CG BJARNASTAÐAHLlÐ
123
Árið 1525 er Flatatunga talin eign Hóladómkirkju, samkvæmt skrá
þeirri, sem gerð var yfir eignir Hólastóls, þegar Jón Arason tók við
biskupsstólnum. I biskupstíð Jóns Arasonar hefur verið sett útibú
(stólsbú) frá Hólastað í Flatatungu, en hvaða ár það hefur verið,
verður ekki séð. I skrá yfir eignir Hóladómkirkju og Hólastóls eftir
Jón biskup Arason frá fallinn, sem ársett og dagsett er 25. des. 1550
og venjulega er kölluð „Sigurðarregistur", er talið að í Flatatungu
sé stólsbú (sbr. Isl. fbrs. XI, bls. 856 og 860). Af bréfabók Guðbrands
biskups sést, að árin 1571 og 1572 hefur enn verið stólsbú í Flata-
tungu. Mjög líklegt er, að stólsbú hafi verið þar lengi eftir það, eða
jafnvel fram um 1650.
Á seinni hluta 17. aldar virðist Flatatunga vera orðin leigujörð,
og býr þar þá (máske skömmu eftir 1650) Sigurður Jónsson og eftir
hann sonur hans Jón Sigurðsson. Býr Jón þar árið 1703, þegar mann-
talið var tekið, þá 70 ára gamall. Þeir feðgar voru sagðir sauðabænd-
ur miklir. — I Flatatungu bjuggu svo niðjar Jóns og venzlafólk þeirra
þar til laust fyrir aldamótin 1900, að önnur ætt kemur þangað. Má
því með sanni segja, að niðjar Sigurðar Jónssonar hafi búið í Flata-
tungu í tvær aldir, og þó líklega nokkru betur.
Þegar Hólastólsjarðir voru seldar 1802, bjó í Flatatungu Stefán
Guomundsson, og keypti hann ábúðarjörð sína. — Guðmundur faðir
Stefáns bjó um hríð í Flatatungu og var sonur ívars bónda í Flata-
tungu Bjarnasonar, en kona ívars var Arndís Guðmundsdóttir; hún
var tvígift og bjó í Flatatungu með báðum mönnum sínum. Arndís
var dóttir Guðmundar bónda á Úlfsstöðum og síðar í Flatatungu
Gíslasonai', en kona Guðmundar var Guðrún dóttir Jóns bónda Sig-
urðssonar í Flatatungu, en hans er getið hér fyrr.. — Stefán Guð-
mundsson bjó í Flatatungu árin 1796—1819 og 1828—1836; var
þríkvæntur. Gísli sonur hans bjó þar stórbúi 1828—1872 og Jón
sonur Gísla árin 1872—1883. Jón fór til Vesturheims. Systir Jóns,
Ingibjörg Gísladóttir, átti Þorkel Pálsson bónda á Frostastöðum;
fluttu þau að Flatatungu 1883 og bjuggu þar fram undir aldamótin
1900. Sonur þeirra er Þorkell, sem var veðurstofustjóri.
Eins og fyrr segir, flutti Stefán Guðmundsson árið 1819 burtu frá
Flatatungu (eignarjörð sinni), fyrst að Tungukoti, sem hann átti
líka, en svo bjó hann í Sölvanesi, vestan Héraðsvatna, árin 1821—
1828, og flutti þá aftur að Flatatungu. Ár þau, sem Stefán leigði
Flatatungu, bjuggu ýmsir á jörðinni, og flest árin var þar tvíbýli.
Árin 1819—1821 bjó Stefán Stefánsson í Flatatungu og var aðal-