Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 123
BALDUR ÖXDAL:
EINKENNILEGUR LEGSTAÐUR
Á VESTARA-LANDI í ÖXARFIRÐI
Sumarið 1934 var byggt íbúðarhús á Vestara-Landi í Öxarfirði.
Húsinu var valinn staður á háum hól í túninu austanvert við gamla
bæinn.
Á hólnum var grunnur jarðvegur og mun það hafa ráðið stað-
setningu hússins.
Undir jarðlaginu, sem varla var meira en 70—90 sm þykkt, kom
í ljós stórgrýttur melur. Milli klappanna voru sums staðar allbreið-
ar geilar og í þeim möl og sandur.
I einni af þesum geilum var komið niður á lag af þunnum grjót-
flögum (hellum), sem sýnilega hafði verið raðað af mannahöndum.
Þar sem enginn átti neinna mannvirkja von þar í hólkollinum,
urðum við, sem að greftrinum unnum, allforvitnir og hreinsuðum
mold og möl ofan af flögunum með nokkurri varúð. Kom brátt í ljós,
að þær þöktu svæði, sem svaraði grafarstærð. Og þegar flögurnar
voru teknar upp, kom í ljós snoturlega hlaðin gröf. Lítilsháttar mold
og sandur var í gröfinni, en við fyrstu sýn var augljóst, að þar var
beinagrind af manni.
Daginn eftir að gröfin fannst var sunnudagur. Þann dag mest-
allan var ég, sem þessar línur skrifa, að róta í gröfinni, því vel gat
verið, að þar leyndust einhverjir fornir merkisgripir, en sú varð
ekki raunin.
í gröfinni var beinagrind af konu.
Sáust glögglega leifar af miklu hári, sem náð hafði niður fyrir
mjaðmir. Hárið varð að dufti, um leið og við var komið.
Við vinstri hlið konunnar var beinagrind lítils bams, og virtist
vinstri handleggur konunnar liggja undir barninu.
Hægri handleggur hennar lá skáhallt yfir brjóstið.
Leifar af kvistum úr tré og óljós merki um járnnagla bentu til