Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 125
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1955
Starfsmenn safnsins voru eins og að undanförnu þessir: Safn-
stjóri Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, safnverðir Friðrik Á.
Brekkan og Gísli Gestsson, húsvörður Tryggvi Samúelsson. Starf
Friðriks Á. Brekkans er svo til eingöngu skrásetning mannamynda-
safnanna, sem sífellt aukast. Gísli Gestsson annast alla ljósmyndun
auk margvíslegra daglegra safnstarfa innanhúss á vetur en rann-
sókna og eftirlitsferða á sumrin. Bréfaskipti öll að kalla eru í hönd-
um þjóðminjavarðar, svo og reikningshald stofnunarinnar, auk
stjórnar hinnar ýmsu starfsemi þess. Skal nú getið nokkurra atriða
sérstaklega.
Uppsetning safnsins í nýja húsinu. Hinn 13. janúar 1952 voru
fyrstu stofurnar í nýja þjóðminjasafnshúsinu opnaðar almenningi.
Síðan hefur árlega verið bætt við nokkrum stofum, unz opnuð var
á þessu ári hin síðasta sýningarstofa, sem hægt verður að hafa,
meðan Listasafn ríkisins er í þessu húsi. í þessari stofu er svonefnt
Ásbúðarsafn, sem upprunalega var einkasafn Andrésar Johnson í
Ásbúð í Hafnarfirði, eftirlátið Þjóðminjasafninu með sérstökum
samningi við ríkið 1944. í sýningarstofunni hefur verið komið fyrir
úrvali af safngripum Andrésar, en meginþorri þeirra er í geymsl-
um safnsins og mun verða þar lengi. Sýningarstofan var opnuð al-
menningi 5. sept., á sjötugsafmæli safnarans.
í annan stað var á þessu ári unnið að því að fullgera sérsýninga-
og fyrirlestrasal safnsins. Var þar komið fyrir góðri lýsingu og stól-
ar keyptir frá Danmörku.
1 þriðja lagi var nokkuð búið í haginn í bókastofu safnsins. Dr.
Björn Sigfússon háskólabókavörður bauðst til að flokka bækurnar
eftir því kerfi, sem notað er í háskólabókasafni, en eftir er að gera
spjaldskrá um bækurnar. Ætlunin er, að þetta bókasafn verði í nán-
um tengslum við háskólabókasafnið, þannig að afrit af spjaldskrá
9