Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
við gömlu bæina, en þó einnig hitt, hve erfitt er að fá menn til að
'vinna við þá. Mönnum leiðist torfverk.
Fornleifarannsóknir. Gísli Gestsson fór tvær ferðir í Öræfi til
þess að rannsaka miðaldabæ, sem rústir fundust nýlega af rétt fyrir
vestan Hof. Enginn vafi er á, að bær þessi hefur verið einn þeirra,
sem eyddust, þegar Öræfajökull gaus með býsnum 1362, og mun hafa
heitið Gröf. Tóftirnar hafa fyllzt af vikri, og standa því veggir í
fullri hæð, þegar eftir er grafið. Mun hér vera um ákaflega merki-
legar bæjarrústir að ræða, en ekki var unnt að ljúka við nema fjós
og hlöðu og nokkra forrannsókn skálans. Allt er hér mjög stórt í
sniðum. Haldið verður áfram við rannsókn þessa næsta sumar.
Frá 27. júní til 9. júlí unnu starfsmenn safnsins í Skálholti við
að fullgera ýmislegt, sem ófrágengið var í fyrra, m. a. gera upp-
drætti. Var síðan gengið vel frá þeim minjum staðarins, sem ætlun
<er að sjáanlegar verði, svo sem undirgangur og tóft Þorláksbúðar.
'Er með þessu lokið rannsóknum kirkjugarðs í Skálholti.
Auk þessara rannsókna gróf þjóðminjavörður upp og rannsakaði
■fornan legstað í Lyngási í Kelduhverfi, en Gísli Gestsson rannsak-
áði rústir í Bjarnarfirði á Ströndum og mjög fornan kirkjugarð á
Hofi í Hjaltadal. — Á árinu kom ekki út annað af Árbók fornleifa-
íélagsins en registur 1930—54, en árgangur 1955—56 er í undir-
búningi.
K. E.