Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 1
JÓN STEFFENSEN
formaður Hins íslenzka fornleifafélags
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Nokkrar hugleiðingar í tilefni aldarafmælis þess.
Á árinu 1963 verður Þjóðminjasafn íslands aldar gamalt. Það var
stofnað á harðindatímum 1863 og bjó við kröpp kjör fyrst framan
af, en fórnfúst starf nokkurra áhugamanna fleytti því yfir byrjun-
arörðugleikana, og það sem mest var um vert, það öðlaðist þegar
í stað skilning almennings á nytsemi þess og hefur notið hans alla
tíð síðan. En þjóðin hefur lengst af verið fátæk, og safnið hefur
goldið þess, fjárráð þess hafa alltaf verið lítil og ekki hrokkið til
annars en bjarga því frá tortímingu, er I bráðastri hættu var á
hverjum tíma. Það má segja, að svo sé málum enn komið, þó safnið
sé nú orðið aðgengilegt almenningi til skoðunar og skilyrði til rann-
sókna á munum þess séu orðin góð, eftir að það eignaðist eigið
húsnæði.
Fáir munu fagna meir vexti og viðgangi Þjóðminjasafnsins á
liðnu aldursskeiði en Hið íslenzka fornleifafélag, enda var til þess
stofnað 1879 í þeim tilgangi „að vernda fornminjar vorar og leiða
þær í ljós“. Fyrst framan af var verkaskipting milli Fornleifafélags-
ins og Þjóðminjasafnsins sú, að það sá um varðveizlu og sýningu
safnmuna, en hið fyrrnefnda gaf út árbók og hafði á hendi verndun
og rannsókn fornminja og sögustaða. Og stóð svo þar til sett voru
„lög um verndun fornminja" (16. nóv. 1907) fyrir atbeina Forn-
leifafélagsins. Þá er skipaður fornmenjavörður (síðar þjóðminja-
vörður), sem jafnframt hefur umsjón með Forngripasafninu (síðar
Þjóðminjasafn), og kemur það í hlut hans að sjá um verndun og
rannsókn fornminja, en þáttur Fornleifafélagsins er þá ekki orðinn
annar en að sjá um útbreiðslu þekkingar á fornleifum og forngrip-