Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 2
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8
um með útgáfu árbókar og svo að styðja þjóðminjavörð í starfi
hans eftir föngum. Þessar tvær stofnanir hafa þannig runnið í
sama farvegi, enda hafa forstjórar safnsins lengst af séð um allar
framkvæmdir Fornleifafélagsins og jafnan haft mestan vanda af
árbók þess. Enn fremur hafa óskir beggja stofnananna ætíð verið
þær sömu, og mætti þá virðast sem óþarft væri að hafa nema aðra
þeirra, Þjóðminjasafnið, það gæti leyst af hendi verkefni beggja.
En þetta er meir formsatriði en málefnalegs eðlis, aðalatriðið er,
að safnið eigi að bakhjalli álitlegan hóp manna, sem fúsir eru til
þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að vegur þess megi verða
sem mestur.
Engum hefur verið það ljósara en stjórnendum safnsins á um-
liðinni öld, að söfnun og verndun fornminja er ekkert lokatakmark,
með því er einungis verið að safna og varðveita nauðsynleg gögn,
svo þau megi verða aðgengileg til frekari úrvinnslu. En starfslið
safnsins hefur aldrei átt nægan tíma aflögu frá frumþörfum safns-
ins til þess að sinna frekari rannsókn einstakra viðfangsefna, svo
sem ítarlegri rannsókn kirkjugripa, þróun einstakra áhalda og
tengslum þeirra við menningu annarra þjóða, og á sviði fornminja
eigum við engar rannsóknir á sorphaugum, svo dæmi séu nefnd.
Nokkuð hefur þó áunnizt á síðari árum, einkum að því er varðar
heiðna tímann, og lítilsháttar sér nú rofa til í þróun bæjarhúsa á
íslandi, en þetta eru aðeins skikar af miklum óplægðum akri, og
fyrirsjáanlegt er, að vinnsla hans mun sækjast seint, bætist safn-
inu ekki fleiri sérmenntaðir starfsmenn. Það er því heitust ósk mín
til handa safninu á þessum tímamótum í sögu þess, að stjórnar-
völdin sjái sér fært að auka svo starfslið safnsins, að það geti í
ríkari mæli en verið hefur einnig sinnt öðrum verkefnum en söfnun
og vemdun fornleifa.
Þegar Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað, var það öðrum þræði
til þess að „láta rannsaka vísindalega hinn forna alþingisstað vorn
á Þingvelli, í fyrsta lagi lögberg, til þess að ganga úr skugga um
vafa þann, sem um það er vakinn, svo og leifar af búðum og öðrum
mannvirkjum, sem þar kunna að vera eftir, enn fremr staði þá,
er hof hafa verið á eða þing haldin, hauga, gömul virki o. fl.“, eins
og segir um verksvið félagsins í hinum fyrstu lögum þess. Það varð
líka eitt fyrsta verk félagsins að láta rannsaka hinn foma alþingis-
stað og með þeim árangri, að vissa fékkst fyrir staðsetningu Lög-
bergs, en enn er allt á huldu, um gerð hofa, þrátt fyrir nokkra upp-