Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 6
ELSA E. GUÐJÓNSSON
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
Inngangur.
Kjami þessarar ritgerðar — og raunar tilefni hennar — er bútur
af röggvarvefnaði frá miðöldum, sem fannst hér á landi í ágúst 1959,
en bútur þessi er sá eini, sem hér hefur fundizt af þessari gerð (1.
og 2. mynd).* Lauslegar athuganir bentu til, að leifar af röggvar-
vefnaði frá miðöldum væru heldur fágætar og jafnframt, að vefn-
aðargerðin, þ. e. hnýtingaraðferðin, á íslenzka röggvarvefnaðinum
væri ef til vill algert einsdæmi. Itarlegri rannsóknir renndu stoðum
undir þessar fyrstu bendingar, því að leifar af röggvarvefnaði frá
miðöldum reyndust vera mjög sjaldgæfar, og röggvarvefnaðar af
nákvæmlega sömu gerð og íslenzki vefnaðurinn fannst hvergi getið,
þótt víða væri leitað.
En leitin að sams konar vefnaðargerð, svo og að heimildum um
notkun röggvaðra dúka á miðöldum, hafði í för með sér, að nauð-
synlegt reyndist að gera nokkra grein fyrir röggvarvefnaði allt
frá fyrstu tíð og athuga jafnframt röggvarvefnað þann frá síðari
tímum, er virtist byggja á gömlum erfðavenjum. Heimildir voru
þrenns konar: varðveittar vefnaðarleifar, ritaðar frásagnir og
* Ritgerð þessi er að stofni til samin á ensku, og mun hún bera þess
nokkur merki, þótt reynt hafi verið að semja hana upp við hæfi íslenzkra
lesenda. Höfundur þakkar þjóðminjaverði, dr. Kristjáni Eldjárn, fyrir þá
velvild og það traust, sem hann sýndi honum með því að fá honum vefn-
aðarleifarnar frá Heynesi til rannsóknar, og prófessor Blanche Payne,
Seattle, fyrir margvíslegar bendingar veittar við úrlausn þessa verkefnis.
Margir aðrir hafa orðið höfundi að liði beint og óbeint; skulu þakkir
einkum færðar dr. Selmu Jónsdóttur og Mörtu Hoffmann, safnverði í Ósló,
fyrir hvetjandi og gagnlegar viðræður um efnið, Gísla Gestssyni fyrir töku
mynda og aðra aðstoð og Halldóri J. Jónssyni, cand. mag., fyrir yfirlestur á
handriti.