Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 10
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
II. Leifar af íslenzkum röggvarvefnaði frá miðöldum.
í ágústmánuði 1959 kom Halldór Kristjánsson, bóndi í Heynesi í
Innri-Akraneshreppi, niður á pjötlu af röggvuðum vefnaði, er hann
var að grafa fyrir grunni íbúðarhúss, sem byggja skyldi á gamla
bæjarstæðinu. í Heynesi hefur fyrst verið reistur bær snemma
á 10. öld, þ. e. á landnámsöld, og er að sjá sem hann hafi verið endur-
byggður á sama bæjarstæði æ síðan.1 Röggvarvefnaðurinn fannst
á tveggja metra dýpi, að því er virtist í neðstu gólfskán, en í gólf-
skánum ofar í grunninum höfðu áður fundizt fáeinar fornminjar:
gömul steinkola, sauðarbjalla og leðurbútur, sem gæti verið fram-
hluti af skósóla, ef til vill frá 17. öld eftir löguninni að dæma.
Halldór þóttist sjá, að um athyglisverðan fund var að ræða, og
færði séra Jóni Guðjónssyni á Akranesi pjötluna. Séra Jón þvoði
hana og sendi hana síðan Þjóðminjasafni íslands til rannsóknar.
Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, athugaði upplýsingarnar um
fundinn og taldi að vefnaðurinn væri að öllum líkindum frá fyrstu
öldum Islands byggðar, um 900—1100, þótt ekki yrði með vissu sagt
um aldur hans.2
Sumarið 1960, er Halldór var enn að vinna í húsgrunninum í
Heynesi, fann hann barnavettlinga, saumaða úr vaðmáli (4. mynd).
Voru vettlingarnir nálægt þeim stað, er röggvarvefnaðurinn fannst
sumarið áður, en ívið dýpra í jörðu.3
Rannsókn á vefnaðarpjötlunni frá Heynesi leiddi í ljós, að hún
er aðallega saman sett úr tveimur misstórum bútum af röggvuðum
vefnaði, er saumaðir eru saman með grófgerðum, óreglulega vörp-
uðum saumi (1. og 2. mynd). Er saumþráðurinn z-spunnið, s-tvinnað
mórautt ullarband. Báðir eru bútarnir úr mórauðri ull, mismunandi
dökkri, og er uppistaða minni bútsins einna dekkst.
Röggvamar á yfirborði beggja bútanna eru sérstaklega athyglis-
verðar. Er útlit þeirra þannig, að bútarnir líkjast fljótt á litið
mórauðri gæru. Upphaflega munu röggvarnar hafa hulið yfirborð
vefnaðarins alveg, og eru þær fremur vel varðveittar á stærri bútn-
um, en á þeim minni hafa þær þófnað og víða núizt af. Heillegu
röggvarnar eru liðaðar og með nokkrum gljáa og virðast auk þess
vera lausar við allan snúð. Nákvæm rannsókn staðfestir, að þær eru
óspunnar (3. mynd), og er samanburður var gerður á þeim og tog-
lögðum úr nýrri handþveginni, íslenzkri ull, gat enginn vafi leikið
á því, að þær eru í raun réttri toglagðar, klipptir (eða skornir) úr