Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 14
2Ö
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
irnir, sem liggja langsum eftir henni og virðast vera uppistaða efn-
isins. Vaðmál þetta er ofið úr eingirni, þræðir uppistöðunnar (sem
álitin er) eru z-spunnir, en ívafsþræðirnir þá s-spunnir, 7 þræðir
í uppistöðu á hvern sm, en 5 í ívafi.
Við hinn bogmyndaða enda pjötlunnar (1. mynd neðst t. h.) eru
áfestar leifar af mórauðum þráðum, ljósleitum. Eru þær þófnar
mjög og slitnar, en virðast vera sumpart z-spunnið, sumpart s-spunnið
eingirni, sem tyllt er niður með mórauðum, z-spunnum og s-tvinn-
5. mynd. RögyuarvefnaSur frú Heynesi. Skýringarmynd
af vcfnaöaryer'ö stærri bútsins. — Method of inserling
tlic pilc in the large piece of pile fabric found at Heynes.
uðum ullarþræði. Engin vefnaðargerð er sjáanleg, en ef til vill eru
þetta leifar af sams konar vefnaði og vaðmálsræman á jaðrinum.
Tvær lykkjur úr mórauðu ullarbandi, dregnar gegnum efnið og
festar með einföldum hnútum, eru á röggvaða borði pjötlunnar og
er sín lykkjan nálægt hvorum enda saumsins, sem tengir hana við
minni bútinn. Lykkjan við ójöfnu brúnina (1. mynd t. h.) er um
það bil 6 sm á lengd, úr z-spunnu og s-tvinnuðu garni. Lykkjan við
jöfnu brúnina (1. mynd t. v.) er hér um bil 5 sm á lengd úr tví-
þrinnuðu garni, s-spunnu, z-þrinnuðu og s-tvinnuðu.
Lýsing á minni hlutanum. Minni búturinn er 26 x 17 sm að stærð.
Á honum er enginn jaðar. Uppistaða og ívaf er hvort tveggja ein-
gimi. Er uppistaðan z-spunnin, og er hún jafnari, en grófari og