Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 16
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
annars. Bærinn að Görðum hét í upphafi Jörundarholt; var það
landnámsjörð. Virðist vötturinn vera frá þeim tíma, er fyrst stóð
hús þar sem hóllinn myndaðist;9 gæti vötturinn því vel verið frá
fyrstu öldum Islands byggðar. Vötturinn er úr venjulegu vaðmáli,
yfir tvo, undir tvo þræði. Ivafið, sem er eilítið gulleitt, er mjög
gróft, snúðlint, s-spunnið eingirni, en uppistaðan er z-spunnin, held-
ur dekkri og brúnleitari en ívafið og auk þess smágerðari og snúð-
harðari. Um 7,2 þræðir eru á sm í uppistöðu, en um 4 í ívafi. Innan
í vettlingnum er vefnaðargerð efnisins mjög ógreinileg og virðist
efnið við fyrstu sýn vera ýft á því borðinu. Við nákvæma athugun
má þó hér og hvar finna smáspor (lykkjur), um 0,2 til 0,4 sm löng,
er virðast liggja á ská í efninu. Sporin eru úr svo til snúðlausu garni
(ef til vill með örlitlum z-snúð), sem er aðeins rauðbrúnna að lit
7. mynd. a, b, c: Mismunandi gerðir af
koptískum lykkjuvefnafii, 300—600 e. Iir.
Úr Sglwan, Svenska ryor, op. cit., bls. 68.
— Methods of inserting looped pile in
Coptic textiles, 300 to 600 A.D.
en uppistaðan. Virðist áferð efnisins helzt benda til, að vaðmálið
hafi á röngunni verið þétt saumað smáum sporum (lykkjum) og
síðan ldippt upp úr þeim til þess að fá snögghært yfirborð.
Rétt er að geta enn tveggja funda, þótt ekki sé þar um vefnað
að ræða, heldur flóka. I Þjóðminjasafni Islands er geymdur gróf-
gerður flókahöttur (Þjms. 14861), þakinn stuttum (um 0,8 sm) end-
um á yfirborðinu. Mun höttur þessi vera frá Þingeyrum og hafa
fundizt árið 1940 djúpt í gömlum öskuhaugi þar á staðnum. Hött-
urinn er úr sauðsvörtum, um 0,4 sm þykkum ullarflóka. Engin
samskeyti eru sjáanleg á honum, og verður því að telja, að hött-
urinn sé mótaður. Flosið er þannig gert, að saumaðar hafa verið
þéttar raðir af lykkjum úr tvinnuðu ullarbandi hring eftir hring
í kringum kollinn og barðið, en skorið eða klippt upp úr lykkjun-
um eftir á.
Annar sauðsvartur, loðinn flókahöttur, að því er virðist talsvert
stærri, fannst að Hvammi í Hvammssveit 1894. Aldrei bárust þó