Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 17
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
23
nema rytjur af honum til Þjóðminjasafnsins (Þjms. 4149). Höttur-
inn lá á um 1,25 m dýpi í gömlu bæjarstæði, og var ályktað, að
hann væri ekki yngri en frá 16. öld, en gæti hins vegar verið miklu
eldri.10 Flókinn í þeim fjórum bútum hattarins,11 sem safninu bár-
ust, er mjög þykkur (um 0,6—0,8 sm). Þótt yfirborð bútanna sé
afar snjáð, má víða sjá leifar af röggvum mjög líkum útlits röggv-
unum á vefnaðinum frá Heynesi, aðeins styttri. Af heillegu röggv-
unum mældist sú lengsta 5 sm. En svo er yfirborðið þófið, að óger-
legt reyndist að ákvarða, með hvaða hætti röggvarnar eru festar í
flókann.
I rituðum miðaldaheimildum íslenzkum er að minnsta kosti á
tveimur stöðum getið um þófahetti12 (þ. e. flókahetti), og einnig
finnst þar mannsnafnið Loðhöttur13 og viðurnefnið ullhöttur.14 Þótt
8. mynd. a: Gerft röggvarvefnaSar á hjarð-
mannaskikkjn frá Montenegró frá 19. öld.
b: Gerö röggvarvefnaöar á hjarömanna-
skikkju frá Tékkóslóvakíu frá 20. öld. Úr
Sylwan, Svenska ryor, op. cit., bls. 15. —
a: Method of inserting pile in a shepherd’s
cloak from Montenegro, 19tli c. b: Metliod
of inserting pile in a shepherd’s cloak
from Czeckoslovakia, 20th c.
hinir varðveittu hettir hafi ekki verið tímasettir nákvæmlega, má
telja sennilegt, að um einhver slík forn höfuðföt sé að ræða. Hött-
urinn frá Þingeyrum virðist mjög áþekkur að lögun og hettir, sem
notaðir voru í Evrópu á 14. öld15 og loðhettir (shaggy hats), sem
fundizt hafa á Irlandi og taldir eru vera frá miðöldum þar, þ. e.
frá um 1200 til 1600.10
III. Ritaðar heimildir um íslenzkan röggvarvefnað.
Á þjóðveldisöld verzluðu Islendingar aðallega við Norðmenn.1
Heimildir eru fáar um viðskipti þeirra við aðrar þjóðir á þessu
tímabili, en gert er ráð fyrir, að talsverðar samgöngur og viðskipti