Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 18
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafi verið við England á 11. og 12. öld.2 Þá voru einnig einhver við-
skipti við írland fyrir innrás Normanna þar 1171 og ef til vill við
Svíþjóð snemma á 11. öld,3 auk þess sem heimildir greina frá kaup-
ferðum milli íslands og Jótlands (Rípa og Slésvíkur) rétt fyrir og
um aldamótin 1200.4
Á þessu tímabili voru tvær aðalútflutningsvörur íslendinga vað-
mál og vararfeldir,5 en vararfeldir voru ferhyrndar, röggvaðar
yfirhafnir. Voru þeir, ásamt vaðmáli, löglegur gjaldmiðill. Máttu
íslendingar greiða landaura í Noregi í vaðmálum og feldum eða
silfri,6 og eins mátti á íslandi greiða tíund, aðra en kirkjutíund, í
vararfeldum.7 I elztu lögbók fslendinga, Grágás, er kveðið á um
verðlag á varningi. Um vararfeldi er þetta ákvæði: „Vararfeldur
fyrir tvo aura, sá er fjögurra þumalálna8 er langur, en tveggja
breiður, þrettán röggvar um þveran feld. Nú eru feldir betri, það
er virðingarfé.“9
Nokkur vafi hefur leikið á því, úr hverju vararfeldir voru gerðir.
Ýmsir fræðimenn hafa talið, að þeir væru sauðargærur, annaðhvort
einstakar10 eða margar saumaðar saman til þess að ná hinni ákveðnu
stærð og lögun, sem Grágás kvað á um.11 Einnig hefur því verið
haldið fram, að vararfeldir hafi verið með tvennu móti, annars vegar
þeir, sem voru löglegur gjaldmiðill og hins vegar þeir, sem notaðir
voru sem yfirhafnir.12 1 bók sinni um sögu íslands á þjóðveldisöld,
lýsti Jón Jóhannesson því yfir, að ekkert benti til, að um tvenns
konar vararfeldi hefði verið að ræða. Þá sýndi hann fram á, að
samkvæmt verðlagi því, sem Grágás tilfærði, hefðu lambsgærur
verið svo ódýrar, að vararfeldir hlytu að hafa verið verðmætari
hlutir en gæruskinn. Ekkert fannst honum heldur benda til, að þeir
hefðu verið úr samansaumuðum gærum. Gerði hann rökstudda
grein fyrir þeirri skoðun sinni, að vararfeldir hefðu verið yfir-
hafnir ,, . . . úr vaðmáli, en hvorki gærum né skinnum, . . . gerðir
í líkingu við dýrafeldi, eins og nafnið bendir til.“13 Yfirhafnir úr
skinni taldi hann, að hefðu verið nefndar skinnfeldir, til aðgreining-
ar frá vararfeldum.14
1 Grágás eru einnig nefndir hafnarfeldir,15 er voru löglegur gjald-
miðill á íslandi. Þótt hvergi sé þess getið í heimildum, þykir líklegt,
að þeir hafi einnig verið útflutningsvara.16 Var verð á þeim mats-
atriði hverju sinni, og munu þeir því hafa verið mismunandi að
gæðum. Er hugsanlegt, að átt sé við hafnarfeldi, þegar Grágás