Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 19
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
25
getur um feldi betri en vararfeldi, er voru virðingarfé. Athyglis-
vert er, að einungis karlmenn báru feldi.17
Um eða fyrir 1200 lagðist niður útflutningur á vararfeldum
og notkun þeirra sem löglegs gjaldmiðils. Olli því ef til vill breytt
tízka, og er talið, að um líkt leyti hafi verið hætt að framleiða þá.18
f íslendinga sögum, sem flestar eru ritaðar á 13. öld (sumar þó á
14. og jafnvel á 15. öld), er þó oft getið um feldi og stundum um
vararfeldi og röggvarfeldi og feldi, sem á voru röggvar.19 Kann
það í fljótu bragði að virðast brjóta í bága við ofangreint. En
Islendinga sögur greina að mestu frá atburðum 10. og 11. aldar,
og hefur höfundum sagnanna mörgum verið kunnugt um, að for-
feður þeirra báru röggvaðar yfirhafnir, er nefndust feldir. Hins
vegar hefur þeim ekki alltaf verið Ijóst snið þessara yfirhafna;
hafa þeir stundum farið eftir klæðatízku samtíðar sinnar í þeim
efnum, og verður því að nota fornsögurnar með varúð sem heim-
ildir um þetta atriði.
Orðið röggvarfeldur kemur aðeins fyrir á einum stað (í Grettis
sögu). Var Falk20 þeirrar skoðunar, að röggvarfeldir einir hefðu
verið úr röggvuðu vaðmáli, en Jón Jóhannesson21 telur hins vegar
líklegast, að efni vararfelda og röggvarfelda hafi verið eitt og hið
sama, enda er bæði í Grágás og annars staðar getið um röggvar á
vararfeldum.22
í Islendinga sögum eru einnig heimildir fyrir því, að feldir hafi
verið notaðir til annars en yfirhafna. í Kormáks sögu (rituð á
fyrstu tugum 13. aldar), þar sem lýst er hólmgöngulögum,23 er
svo fyrir mælt, að feldur, fimm álnir24 í skaut með lykkjum á
hornunum og festur niður með hælum, skyldi vera á hinu afmarkaða
hólmgöngusvæði miðju, og er skildirnir þrír, sem menn máttu hafa,
voru farnir, átti að ganga á feld og berjast þar, að minnsta kosti þar
til annar yrði sár og blóð kæmi á feldinn. f frásögn af hólmgöngu
í Svarfdæla sögu (líklega frá fyrri hluta 14. aldar) er hins vegar
ekki gert ráð fyrir sérstökum feldi, heldur kastaði hvor maður feldi
sínum, þ. e. yfirhöfn sinni, fyrir fætur sér og stóð á honum og
barðist.25
f Eddukvæðum, sem flest eru talin ort eigi síðar en á 10. öld, má
finna orðið loði í merkingunni feldur.26 Ekki virðist það orð koma
fyrir í íslendinga sögum. Hins vegar er þar getið um loðkápur27
og loðólpur,28 en þó miklu sjaldnar en feldi. Loðkápur og loðólpur