Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 21
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
27
bak og báðar axlir og nældir (eða stundum hnýttir?) saman yfir
brjóstið. Réð breidd feldanna síddinni.
Hugsanlegt er, að feldir hafi einnig verið með öðru lagi en fer-
hymdu, t. d. hálfhringlaga eða hringlaga. 1 heimild frá fyrri hluta
13. aldar er nefndur skautfeldur, þ. e. feldur með skautum, fer-
hyrndur feldur.38 Ef allir feldir hefðu verið ferhyrndir, virðist
óþarft að nefna það sérstaklega, og gæti þetta því bent til, að feldir
með annarri lögun hefðu einnig verið í notkun. Falk39 gerir ráð
fyrir, að röggvarfeldur sá með höfuðsmátt, er Grettir breiddi yfir
sig, meðan hann beið Gláms, hafi verið hringlaga. í sögunni segir:
„Hann [þ. e. Grettir] hafði röggvarfeld yfir sér ok kneppði annat
skautit niðr undir fætr sér, en annat snaraði hann undir höfuð sér
ok sá út um höfuðsmáttina."40 Vel má vera, að rétt sé hjá Falk,
að höfundur Grettis sögu hugsi sér feld Grettis hringlaga, en hann
hefði þó einnig getað verið ferhyrndur, í lengra lagi, með höfuðsmátt
á miðjum feldi og borinn þannig, að hann hyldi bak og bringu, en
væri opinn á hliðunum. Yfirhafnir með hliðstæðu sniði, óröggvaðar,
tiðkuðust í Norður-Evrópu á 13. öld.41
Talsverðrar f jölbreytni gætir að öðru leyti í lýsingum á röggvuðum
3rfirhöfnum í fornum íslenzkum sögum og kvæðum. Þær gátu verið
með ýmsum lit, aðallega gráum og bláum, en einnig rauðum, og auk
þess er getið um tvíloðinn feld, hvítan öðrum megin og svartan hinum
megin.42 Stundum er feldur sagður hlöðum búinn eða hlaðbúinn,43
þ. e.. lagður skrautborðum; stundum er hann með röndum.44 Þá
er og sums staðar nefnd sídd á feldum og loðkápum, ef til vill vegna
þess, að hún var frábrugðin venjulegri sídd á þessum flíkum. Er
getið um stutta feldi,45 meginsíðan feld46 og fótsíðar loðkápur.47
Á stöku stað er sagt frá, áð feldir hafi verið hafðir til þess að hvílast
á48 eða breiða yfir sig,49 er lagzt var til hvíldar eða svefns. Heimildir
þessar eru að vísu frá ýmsum tímum, en þó virðist sem hinir fornu
feldir hafi raunverulega haft þessi einkenni og verið notaðir á þenn-
an hátt.
Einkennilegt virðist, að vefnaður á feldum skyldi líða undir lok
á íslandi, sér í lagi þar sem röggvaðar rúmábreiður (rya) voru
algengar í Noregi og einnig í Svíþjóð og Finnlandi á seinni hluta
miðalda.50 En nákvæm athugun á íslenzkum miðaldaheimildum eftir
1200, öðrum en fornum sögum51 og kvæðum, styður, að svo hafi verið.
Heimildir þær, sem við er átt, eru máldagar og vísitazíur kirkna
og eignaskrár og úttektir biskups- og prestssetra,52 svo og erfða-