Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 22
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skrár og vöruskrár. Ekki finnst ^fetið um feldi fyrr en í lok miðalda,
þ. e. um miðja 16. öld, og þá í skrám um eignir biskupsstólanna
tveggja, Skálholts og Hóla.
í Skálholti eru árið 1548 þrír (tveir) feldir taldir með rúmfatn-
aði staðarins, og er einum (tveimur) svo lýst, að hann sé hvítur
og stangaður.53 1 afhendingu Skálholtsstaðar frá um 1589 er skráð-
ur stór feldur, í afhendingu frá um 1639 er skráður lítill grænn fe]d-
ur, en í næstu afhendingu frá um 1674, er sagt, að feldinn vanti.54 Á
Hólum 1550 eru taldir upp feldir með skrúða kirkjunnar: „ . . . kög-
urfeldir þrír og feldaslitur tvö . . . “55 Árið 1596 er kögurfeldur einn-
ig nefndur með kirkjuskrúða Vatnsfjarðarkirkju.50 Hvergi hafa
fundizt aðrar heimildir um feldi, hvorki með kirkjuskrúða, hús-
búnaði né fatnaði.
Þessar mjög ófullkomnu upplýsingar gefa, svo sem áður er að
vikið, ekki ástæðu til að ætla, að framhald hafi orðið á vefnaði röggv-
aðra dúka á Islandi eftir 1200, og ekki verður heldur talið senni-
legt, að röggvarvefnaður hafi verið tekinn upp aftur um miðja 16.
öld.57 Einna helzt verður að ætla, að feldir þeir, sem getið er frá 16.
og 17. öld, hafi verið einangruð fyrirbæri, innfluttir fremur en
íslenzkir, enda var helzt við fágætum, innfluttum munum að búast
á biskupssetrunum og öðrum stórbýlum.
Hins vegar er athyglisvert í þessum heimildum, að orðin feldur
og kögur, ein sér eða samsett, voru notuð um sömu hluti. Virðist
því rétt að athuga örlítið nánar orðið kögur og merkingu þess, ef
vera mætti, að þar leyndust upplýsingar um áframhaldandi röggvar-
vefnað á íslandi á miðöldum.
Kögur mun hafa verið ábreiða, sérstaklega notuð til þess að breiða
yfir legstaði, þ. e. sem nokkurs konar grafarklæði, því að í íslenzk-
um fornsögum er oftar en einu sinni getið um, að kögur hafi í kirkju
verið breiddur yfir legstað konunga.58 Einnig er á einum stað sagt,
að sjúkur maður hafi verið borinn í kirkju og lagður á kögur undir
krossmarki.59
Þessar heimildir virðast gefa í skyn, að um dýrt og fínt kirkju-
klæði hafi verið að ræða, og heimildir úr íslenzkum kirkjumáldögum
styðja það, því að svo voru kögrar sjaldgæfir, að af sjötíu og sjö
kirkjum, er áttu grafarklæði af einhverju tagi (svo sem grafartjald,
líkaábreiðsl, líkasalún, líkakuit) á tímabilinu frá 1318 til um 1600,
voru aðeins til kögrar í níu kirkjum.00 Allar voru þessar níu kirkjur
á Norður- og Vesturlandi,01 en aðeins í dómkirkjunni á Hólum voru