Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 24
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að rannsókn á enska orðinu covering73 gæti varpað ljósi á málið.
Ekki virðist þessi tilgáta í heild mjög sennileg. Að vísu kann að
hafa verið einhver skyldleiki með íslenzka röggvarvefnaðinum og
hinum fornu írsku loðskikkjum,74 þótt ekki sé hægt að segja um
það með vissu. En af íslenzkum heimildum verður ekki ráðið að
svo stöddu, að kögrar, þó svo að þeir væru flosofnir, hafi verið með
lykkjum fremur en klipptu flosi eða röggvum, né heldur finnst
nokkur heimild um fornan írskan lykkjuvefnað.
Við athugun á þeim íslenzku handritamyndum, er til náðist,75
sáust engir röggvaðir búningar. Var enda síður við því að búast, þar
eð nær öll handrit, sem varðveitzt hafa, eru frá því eftir 1200. Ekki
finnst heldur nein mynd, sem ætla mætti, að sýndi kögur.
Hér að framan hafa verið teknar til athugunar heimildir um
íslenzkan miðaldavefnað, er kynni að hafa verið flosofinn. Sýna þær,
að framan af þjóðveldisöld voru röggvaðar yfirhafnir, vararfeldir,
ein aðalútflutningsvara íslendinga. Jafnframt sýna þær, að um
aldamótin 1200 hefur útflutningur á vararfeldum verið liðinn undir
lok, og einnig virðist þá vera hætt að framleiða feldi á íslandi, þótt
nafnið væri þekkt áfram, svo sem sjá má af íslendinga sögum, og
væri notað í örfá skipti í lok miðalda um ábreiður, sennilega þó
innfluttar.76 Kögrar, er virðast hafa verið dýrmætir og á einhvern
hátt sérstæðir að gerð, voru notaðir að minnsta kosti frá 13. öld
fram yfir lok miðalda, aðallega sem nokkurs konar grafarklæði.
Ekki verður gerð kögra Ijós af hinum rannsökuðu heimildum; helzt
virðist sem þeir hafi verið settir kögri og/eða flosofnir og öllu
heldur innfluttir en íslenzkir.
En hvernig svara leifar þær af röggvarvefnaði, sem fundust í
Heynesi, til þeirra heimilda um slíkan vefnað á Islandi, sem að fram-
an hafa verið raktar? Stærð og lögun vefnaðarbútanna tveggja
benda ekki fremur til, að þeir séu úr yfirhöfn, og þegar þeir eru
brotnir saman eftir saumnum, líkjast þeir fljótt á litið leifum af
stórum belgvettlingi. Lítil ástæða er þó til að ætla, að bútarnir hafi
verið vettlingar; það sem á stærri bútnum getur líkzt þumli, er t. d.
fremur til orðið vegna rifu á efninu. Einna helzt verður að álíta, að
röggvarbútarnir frá Heynesi séu leifar einhverra stærri hluta, slit-
inna eða kominna úr tízku, sem átt hafi að nýta á einhvern þann
hátt, er ekki verður ákvarðaður að sinni.
Áferð vefnaðarbútanna kemur hins vegar vel heim við heimildir
um útlit röggvaðra yfirhafna, t. d. lýsinguna: „ . . . þá er önnur rögg