Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 30
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
austurlenzk flosteppi verið í háu verði, í raun réttri mikil mun-
aðarvara.15 En Rómverjar notuðu einnig flosuð eða röggvuð efni
og flíkur, eins og sjá má af ritum Plíníusar, er uppi var frá 23 til
79 e. Kr. Hann segir svo frá, að á dögum föður hans hafi verið farið
að vefa loðið eða röggvað efni, gausapa, en í tíð hans sjálfs hafi
verið ofnir kyrtlar af gerð fi'aitsapa-efnisins og auk þess tvíloðið
efni, er nefnt var amphimalla. Einnig hafa verið til röggvaðar
yfirhafnir, því að til er heimild um, að rómverska hettuskikkjan
paenula (ermalaus, hálfhringlaga yfirhöfn, opin að framan) hafi
verið úr slíku efni og þá nefnd paenula gausapina. Er henni svo lýst,
að hún hafi verið úr hvítri, langhærðri ull og því sennilega ekki
ólík hinum röggvuðu yfirhöfnum, sem grískir hjarðmenn nota enn
í dag.16 Um aðrar gerðir af rómverskum skikkjum er ekki sagt
berum orðum, að þær séu röggvaðar. Skikkjan laena, sem var um
það bil hálfhringlaga, á þó að hafa dregið nafn sitt af því, hve ullar-
mikil hún var, og ferhyrndu hermannaskikkjunni sagum, sem
Rómverjar tóku upp eftir Göllum og einnig var notuð af Germönum
að sögn Tacitusar, er í einni heimild svo lýst, að hún hafi verið hrjúf
áferðar.17
Á fyrstu öldum eftir Krists burð framleiddu Koptar í Egypta-
landi flosuð efni. Þessi vefnaður var aðallega tvenns konar: annars
vegar hörefni með löngu, samlitu lykkjuflosi, einnig úr hör og senni-
lega gerðu til þess að efnin yrðu þykkri og hlýrri; hins vegar hör-
efni með stuttu lykkjuflosi úr ull, oft marglitu og munstruðu og
gerðu aðallega til skrauts, að því er séð verður. Báðar gerðir lykkju-
vefnaðar má stundum sjá á sama dúknum (10. mynd).18
Koptískar flosvefnaðarleifar, bæði úr kyrtlum og stórum dúk-
um, hafa fundizt í gröfum hjá Akhmim frá 3. þar til á 6. öld e. Kr.19
Stóru dúkarnir höfðu verið notaðir til þess að sveipa utan um hina
dauðu í gröfunum, en álitið er, að þeir hafi upprunalega verið
skikkjur, ábreiður og tjöld til húsbúnaðar. Aðeins fáeinir stórir
dúkar hafa varðveitzt í heilu lagi; eru tveir þeirra 2,89X1,90 og
2,35X1,52 m að stærð.20
Erfitt er að finna nákvæmar lýsingar á flosvefnaðartækni Kopta.
Ef til vill var oftast um að ræða einfalt lykkjuflos, þar sem flos-
bandið var lagt í skilið og lykkjur dregnar úr því upp á yfirborðið
með vissu millibili (7. mynd a, c), en flóknari lykkjuvefnaður mun
einnig hafa þekkzt (9. mynd b).21 Bútur af lykkjuofnu efni, sem
fannst hjá Karanis, frá lokum 3. aldar eða 4. öld, virðist þó frá-