Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 31
forn röggvarvefnaður
37
brugðinn hinum venjulegu koptísku efnum, því að floslykkjurnar,
sem eru fremur langar, eru gerðar úr snúðhörðu, tvinnuðu bandi og
liggur hver lykkja þétt samansnúin á yfirborði efnisins.22 Þótt ekki
sé þess getið, virðist efnið vera úr ull.
Svo sem áður er sagt, munu flest koptísk flosefni hafa verið
lykkjuofin. Heimildir fundust þó um tvö efni með klipptu flosi.
Er annað frá Karanis frá 4. eða 5. öld, og e,r því svo lýst, að það sé
þykkt efni úr ólitaðri ull, uppistaðan tvinnuð, hvert fyrirdrag ívafs-
ins úr tveimur þráðum og raðir af floshnútum hnýttar í eftir hver
sex ívafsfyrirdrög. Hver floshnútur er hnýttur utan um uppistöðu-
þráð í efri hluta skilsins, þ. e. um annan hvorn þráð; gerð hnútanna
er ekki lýst, en eftir myndinni að dæma virðist hann vera tyrk-
neskur.23
Annar bútur af koptískum vefnaði með klipptu flosi fannst hjá
Akhmim. Hann er talinn vera frá 5. öld, hluti af hörtjaldi með
munstri úr fremur löngu og ójöfnu, mislitu ullarflosi. Eftir því sem
helzt verður skilið á lýsingunni, eru flosendarnir lagðir í skilið
milli ívafsþráða grunnvefnaðarins, en ekki hnýttir utan um uppi-
stöðuþræðina.24 Ekki hefur fundizt getið um koptískan flosvefnað
eftir 6. öld.
Meðal útskorinna mynda á hásætisstóli Maximianusar erki-
biskups í Ravenna frá því um það bil 550 e. Kr. — en stóllinn var
að öllum líkindum skorinn í Egyptalandi25 — e.r mynd af Jóhannesi
skírara, klæddum röggvarfeldi (11. mynd).20 Er feldurinn vel hné-
síður og skreyttur kögri að neðan. Hann virðist vera ferhyrndur
og er bundinn að framan með böndum festum í tvö efri hornin. Sú
tilgáta hefur verið sett fram, að þetta sé búningur egypzkra (kopt-
ískra) einsetumanna.27
Um líkt leyti og Koptar í Egyptalandi jörðuðu, hina dauðu sveip-
aða flosofnum dúkum, virðast svipaðar siðvenjur hafa tíðkazt meðal
Gota í Þýzkalandi. 1 gotneskri höfðingjagröf frá 3. eða 4. öld hafa
meðal annarra vefnaðarleifa fundizt bútar af fiosvefnaði úr hampi
og ull, sem taldir eru vera úr skikkju eða ábreiðu. Ógerlegt hefur
reynzt að ákvarða vefnaðargerð grunnefnisins, en flosið er hnýtt í
með tyrkneskum hnút.28 Mynd af germönskum fanga á fornri róm-
verskri lágmynd sýnir ungling, búinn hálfhringlaga, heilum röggv-
arfeldi (þ. e. að lögun eins og rómverska yfirhöfnin casula, en án
hettu) sem er ýtt upp á axlir báðum megin þannig, að handleggirnir
eru frjálsir.29