Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 32
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
11. mynd. Jólmnnes skírari, búinn röggvarfeldi, um 550 e. Kr. Útskorin
fílabeinsmynd á hásætisstóli Maximianusar erkibiskups, í Ravenna.
Úr Peirce and Tyler, op. cit., 11, myndasíöa 5. — St. John tlie Baplist
in fleecy cloak, about 550 A. I). The throne of Maximian, Raveiuia.
Vandalar virðast einnig hafa borið röggvaðar skikkjur, ef dæma
má eftir mynd á útskornu fílabeinsspjaldi frá því um 450, sem talið
er ítalskt að uppruna.30 Á mynd þessari, sem sýnir Pál postula á
Möltu (12. mynd), eru nokkrir Möltubúar klæddir röggvuðum erma-
kápum, bornum á öxlunum sem skikkjur. Kápur þessar viröast vera
hálfhringlaga eða því sem næst, með löngum, beinum og fremur
þröngum ermum, er hanga lausar niður með síðunum. Þessi siður
að bera yfirhöfn með ermum eins og skikkju þekkist frá búningi
Forn-Persa og sést enn í búningi grískra og ungverskra bænda.31
Að sjálfsögðu gætu þessar myndir af röggvuðum yfirhöfnum átt að
sýna flíkur úr dýrafeldum, en líklegra er þó, að um ofin efni sé að
ræða.