Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 36
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Leifar af röggvarvefnaði úr víkingakumli að Cronk Moar, Jurby,
á eynni Mön frá því um 900 eru að öllu leyti eins og flosbúturinn
frá Kildonan, nema hvað röggvunum er lýst sem löngum og hrokkn-
um (curly). Benti lega þeirra í gröfinni til, að þeir séu hlutar úr
skikkju. Auk þessara geta ullarvefnaðarbútar frá Knoc y Doonee
(varðveittir í Manx Museum á Mön) verið leifar röggvarvefnaðar.
Hefur fundizt þar grófur vaðmálsvefnaður, yfir tvo, undir tvo þræði,
og fíngerðari einskeftuvefnaður innan um lausar röggvar, er líkjast
flosþráðunum á efnunum frá Kildonan og Jurby.37
Athyglisverðar eru leifar röggvarefna úr ull, sem fundust í
kumlum, sem grafin voru upp í Bjarkey (Birka) í Svíþjóð. Af
1U. mynd. Skýringarmynd af röggvarvefn-
aSí i'ir ull frá Kildonan, Eigg, um 850—900
e. Kr. Úr Crowfoot, op. cit., bls. 25. —
Method of inserting pile in fabric from Ilild-
onan, Isle of Eigg, about 850 to 900 A. D.
alls tíu skikkjuleifum, sem þar mátti greina, virðast fimm hafa
verið röggvaðar eða ýfðar. Eru fjögur kumlanna, er slík efni
geymdu, talin vera frá um 950, en eitt er ótímasett.38 Vefnaðar-
leifarnar eru yfirleitt mjög litlar og illa farnar. Virðast fjórar
loðskikkjurnar hafa verið með einskeftum grunni, en ein var með
vaðmálsvend (annaðhvort yfir tvo, undir einn eða yfir tvo, undir
tvo þræði); flosgerðin sést ekki. Mismunandi litir eru á leifum þess-
um; er nefndur rauðbrúnn, Ijósbrúnn og grábrúnn grunnlitur,
en bláleitar og rauðleitar röggvar. Vefnaðarleifarnar úr gröf nr.
750 frá því um 950 eru einna bezt varðveittar. Höfðu þar verið
jarðsett karl og kona, og hafði röggvaði vefnaðurinn að því er
virtist hulið konulíkið. Mjög eru dúkleifarnar trosnaðar og þófnar,
en þó þykir mega greina, að grunnurinn sé einskeftur. Flosgerðina
er sem fyrr segir ekki hægt að sjá, en áferð efnisins er líkust skinn-
feldi. Röggvarnar eru mjög snúðlinar (spunaáttar er ekki getið)