Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 37
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
43
og mældust um 2,5 sm; þær eru með rauðum og bláum lit, og er
það talið benda til þess, að vefnaðurinn hafi verið munaðarvara.30
Fundir þeir, sem nú hefur verið sagt frá, gefa eindregið í skyn,
að loðnar yfirhafnir ofnar hafi verið í notkun í Norðvestur-Evrópu
á víkingaöld og fyrr. Frásögn Ragnars sögu loðbrókar bendir einnig
í þá átt, því að Ragnar, hinn danski víkingur og konungur, bjóst
sem kunnugt er loðbrókum og loðinni skikkju (eða loðkápu) sér til
hlífðar, er hann vó orminn. Ragnar var uppi á 9. öld — hann herjaði
í Frakklandi árið 845 —, en saga hans mun fyrst hafa verið skráð
af Saxo um 1200.40 Maður, er virðist vera klæddur loðbrókum, sést
á bronsþynnu frá 7. öld, er fannst á öland í Svíþjóð.41
15. mijnd. Jóhannes skirari í röggv-
aSri yfirhöfn, hlaöbúinni. Lágmynd
á skírnarfonti frá 11. öld (?), í Alt-
enstadt i Bayern. Úr Sylwan,
Svenska ryor, op. cit., bls. 16. —
St. Jolm the Baplist in shaggy
mantle. Stone relief, lltli c. (?),
Altensiadt, Bavaria.
Á tímabilinu frá 600 til 900 voru Frísir aðalverzlunarþjóðin í
norðvesturhluta Evrópu. Með þeim þróaðist blómlegur vefnaðariðn-
aður, og framleiddu þeir aðallega ullardúka, en einnig nokkuð af
líndúkum. Auk þess verzluðu þeir með ullardúka frá Flæmingja-
landi og Englandi. Þegar getið er frísneskra dúka í heimildum 8.
og 9. aldar, getur ýmist verið átt við dúka framleidda eða selda af
Frísum.42
Meðal frísneskra dúka, sem getið er í heimildum 8. aldar, eru
hrjúf, loðin efni, svonefnd villosa. Til dæmis eru nefndar villosa-
skikkjur, sem framleiddar voru á meginlandinu — miðstöð fram-
leiðslunnar var í Mainz — og fluttar út að minnsta kosti til Eng-
lands, að þvi er séð verður.43 Villosa-efnm frísnesku virðast hafa
verið mismunandi að gæðum, sum grófgerð, en önnur fínni, því að
þeirra er getið sem gjafa til stórmenna, jafnvel páfa. Sú tilgáta
hefur komið fram, að villosa-efni þessi hafi verið flosofin, og að með
leifum röggvarefnanna frá Valsgárde, Kildonan, Bjarkey o. fl. séu