Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 39
FORN RÖ.GGVARVEFNAÐUR
45
þessu nafni, nema ef vera skyldi í orðasambandinu cochull-brat, er
sagt er merkja skikkju með he.ttu (brat: skikkja; cochull (latn.
cuculla): hetta).47 Heimild er um bút af röggvuðu ullarefni,
er ásamt fleiri vefnaðarleifum kom upp úr fornri konugröf í Down-
héraði á írlandi árið 1780, en ef dæma má eftir skýringarmynd
af gerð efnisins, eru röggvarnar hnýttar í einskeftan grunninn
að vefnaði loknum, og því ekki um röggvarofið efni að ræða.48
Bútur af ullarefni með hrokknum röggvum, sem vel kann að hafa
verið hluti af írskri loðskikkju, hefur varðveitzt sem helgur dómur
17. mynd. Dæmisagan um brúSkaupsklæbin (Mattcus 22, í—lk). Gestur-
inn, sem eigi var klæddur brúðkaupsklæ'ðum, er búinn röggvaðri skikkju.
Myndir úr ensku handriti: Pembroke College, Cambridge, Ms. 120, fol 2v,
frd um 11!i0. Ljósfm.: Courtauld Institute of Art. — The Parable of the
Wedding Garment. The improperly dressed guest wcaring fleecy mantle.
Englisli manuscript illumination from about IPiO.
í kirkju, í Briigge í Belgíu. Er hans fyrst getið í skjölum frá 1347,
en samkvæmt arfsögn er hann möttull (hluti af möttli) heilagrar
Brigidar, írska dýrlingsins, og á skikkjan að hafa borizt til Flæm-
ingjalands frá Englandi með Gunnhildi, systur Haralds Guðina-
sonar, er hún leitaði þar hælis eftir fall hans við Hastings 1066.
Vefnaðarbútur þessi er nokkuð stór, 54,5X64 sm, dökkfjólublár að
lit. Grunnurinn er með einskeftuvend og eru 4 þræðir á hvern sm
bæði í uppistöðu og ívafi. Þræðir þeir, sem talið er að hafi mynd-
að uppistöðuna, eru fremur fíngerðir, en hinir, sem taldir eru
ívafsþræðir, grófgerðir og svo til óspunnir að sjá. Er efnið talið
röggvarofið, en lýsingin á flosvefnaðargerðinni lítt sannfærandi.