Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 40
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Verður að telja eins líklegt, að efnið hafi verið ýft með sérstökum hefðbundnum hætti, írskum.49 Annars munu Forn-írar hafa borið ýmist röggvaðar eða óröggv- aðar skikkjur, brat. Fyrir daga Normanna á frlandi (þ. e. fyrir 1169) virðast þær hafa verið ferhyrndar, ef til vill með lykkjum eða augum á hornunum svo að auðveldara væri að næla þær saman. Þær voru venjulega bryddar borðum eða kögurböndum, corrthar, er oft voru öðruvísi á lit en skikkjurnar; voru þau ofin sér og saumuð við skikkjurnar eftir á. Skikkjurnar voru notaðar sem ábreiður um nætur. Síðar á miðöldum urðu skikkjurnar hálfhringlaga, en frar báru röggvaðar og kögraðar skikkjur a. m. k. fram á 17. öld.50 Klæða með nafni, sem skylt er íslenzka orðinu feldur,51 er getið í Gesta Hammdburgensis eftir Adam frá Brimum, sem ritað er um 1070. Eru það svonefndar faldones, ullarflíkur, sem hinir heiðnu Prússar vildu kaupa af Söxum fyrir marðarskinn.52 Gerð þeirra er ekki lýst, en gera má ráð fyrir, að hún hafi verið sérstæðum hætti, eða flíkurnar mjög vandaðar, úr því að hægt var að skipta á þeim og dýrum og eftirsóttum loðskinnum. Talið er, að faldones hafi verið flíkur, framleiddar af Söxum, Frísum eða Flæmingjum.53 En sú tilgáta hefur einnig verið sett fram, að faldones hafi verið íslenzkir vararfeldir og að fyrrgreind frásögn sýni, hve víða hafi verið markaður fyrir þá.54 Annað orð skylt íslenzka orðinu feldur kemur fyrir í heimild um Irland frá síðari hluta 12. aldar, ritaðri á latínu. Segir þar, að Irar noti phalinga úr ull í staðinn fyrir skikkjur, og mun þar átt við röggvaðar yfirhafnir (orðið brat er ekki notað í þeirri heimild). Phalinga er sama og írska orðið falaing, sem þýðir teppi (e. rug) ;55 það er einnig skrifað fallainn og er sagt dregið af enska orðinu falding,56 einnig skylt íslenzka orðinu feldur.57 Orðsins falding finnst þó ekki getið fyrr en í talsvert yngri heimildum.58 Mætti því ef til vill fremur búast við, að það væri dregið af írska orðinu, en ekki öfugt, og írska orðið runnið beint frá íslenzkum varar- feldum, sem eins vel hefðu getað verið verzlunarvara á írlandi eins og í Saxlandi. Aðeins fáar heimildir til viðbótar fundust um flosvefnað í Vest- ur-Evrópu fyrir aldamótin 1200. Vitað er, að teppagerð var með miklum blóma á Spáni þegar fyrir 1100; voru þar framleidd, einn- ig til útflutnings, marglit munstruð teppi með snöggu, þéttu flosi, hnýttu með spænskum hnút.59 Þá var um 1200 í klaustri einu í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.