Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 47
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
53
en þær sjást ekki á röngunni og virðast þræddar í samhliða uppi-
stöðuþráðunum. Á stöku stað myndar hluti af röggvarþræðinum
litlar lykkjur á yfirborðinu. Röggvarnar virðast liggja óreglulega
í efninu, en á einum stað er að sjá sem þær séu í röðum og þrír
ívafsþræðir milli raða. Röggvarnar eru að meðaltali um 114 sm
að lengd, en lengsta röggin er tæpir 7 sm.68
Á þýzkri handritamynd frá byrjun 14. aldar sést ferhyrnt röggv-
arteppi (23. mynd), sem að frágangi leiðir hugann óneitanlega
að hólmgöngufeldinum íslenzka. Heimildir um upphaf og útbreiðslu
röggvarofinna rúmábreiða í Evrópu eru fáskrúðugar, en á Norður-
löndum öðrum en íslandi er þeirra, eins og áður var sagt, fyrst
getið á fyrri hluta 15. aldar og nefnast þá rya.09 Þær voru. einnig
notaðar sem hvíluvoðir sjómanna. Hélzt framleiðsla þeirra í Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi fram á 19. og 20. öld.
Heimildir eru um, að fiskimenn í Suður-Frakklandi á 18. öld
og hjarðmenn í Montenegró og Tékkóslóvakíu á 19. og 20. öld hafi
borið röggvarfeldi,70 röggvarofnar kápur voru notaðar af grísk-
um og ungverskum hjarðmönnum á fyrri hluta 20. aldar, svo sem
fyrr var getið,71 og röggvuð rúmteppi voru í notkun í Rúmeníu á
19. öld72 og í Grikklandi á 20. öld.73 Er þar eflaust alls staðar
um forna gerð vefnaðar að ræða.
V. Lolcaorð.
Flosefni með löngum röggvum, að því er virðist af svipaðri áferð
og vefnaðarleifarnar frá Heynesi, eru meðal elztu þekktra flosefna
heims. Engin heimild fannst um nákvæmlega sams konar gerð af
floshnút og er á Heynespjötlunni, en hann er líkastur spænska
hnútnum af þremur aðalgerðum floshnúta.
Svo er að sjá sem röggvuð klæði, bæði dúkar og flíkur, hafi
verið í notkun í fornöld í Suðvestur-Asíu, Norður-Afríku og Evrópu.
Handbærar heimildir voru ekki nógu ítarlegar til þess að rekja mætti
óslitinn feril röggvarefna frá þessum tíma, en þær benda til, að
röggvarefni hafi þekkzt að einhverju leyti um mestalla Evrópu
á miðöldum. Virðast enda hefðbundnar venjur í klæðnaði og rúm-
fatnaði víðs vegar í álfunni, er haldizt hafa jafnvel fram á 20.
öld, mjög styðja, að svo hafi verið.
Feldir voru ein aðalútflutningsvara Islendinga frá 10. og fram
á 12. öld, en heimildir sýna, að bæði Frísir og Irar verzluðu einnig