Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Side 48
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
með röggvaða dúka, Frísir þó líklega nokkru fyrr, en Irar bæði
fyrr og víst aðallega síðar og e. t. v. einnig samtímis Islendingum.
Eftir heimildum er ekki örugglega hægt að rekja slóð íslenzku
vararfeldanna erlendis nema til Noregs; ekkert virðist þó vera
því til fyrirstöðu, að feldarleifarnar frá Bjarkey hafi verið ís-
lenzkir vararfeldir. Faldones, phalinga og falding hafa getað dreg-
ið nöfn sín af íslenzkum feldum, en gleggri heimilda er þörf, áður
en um það verður fullyrt.
Engin skýring önnur en sú, sem þegar er um getið,1 finnst á
því, að Islendingar hættu að vinna röggvarfeldi fyrir aldamótin
1200, né heldur af hverju þeir, að því er bezt verður séð, tóku ekki
upp þann sið að vefa og nota röggvaðar rúmábreiður, rya, eins og
hinar Norðurlandaþjóðirnar gerðu síðar á miðöldum.
Um uppruna hins íslenzka röggvarvefnaðar sérstaklega verður
ekki sagt með vissu að svo stöddu. Eðlilegast virðist, að hann hefði
borizt hingað frá Noregi með landnámsmönnum. Engar heimildir
eru þó til um röggvarvefnað í Noregi svo snemma, og norsk röggv-
arofin teppi, sem varðveitzt hafa, eru hnýtt með tyrkneskum hnút
og eru reyndar engin eldri en frá lokum 18. aldar.2 Einnig má
nefna, að í íslenzkri fornsögu, að vísu ungri, er frásögn af atburði
í Noregi, þar sem sagt er: „Skikkjur eru þær á íslandi, er feldir
heita . . .“3 Gæti heimild þessi bent til, að slíkar skikkjur hefðu í
Noregi verið álitnar íslenzkar flíkur, og hefði það varla verið, ef
þær hefðu jafnframt verið algengur iðnaður í Noregi.
Þá er hugsanlegt, að leita megi uppruna hins íslenzka röggvar-
vefnaðar til Irlands og að vefnaður þessi hafi borizt til íslands
með vestrænum landnámsmönnum eða þrælum.4 Sá hængur er þó
á þessari tilgátu, að heimildir þær, sem finnast um röggvaðan
vefnað írskan, gefa ekki öruggar upplýsingar um það, hvort raun-
verulegur röggvarvefnaður hafi verið unninn þar eða efnið aðeins
ýft, eða enn aðrar röggvaraðferðir notaðar.
Vefnaðarleifarnar frá Kildonan og Jurby benda þó til þess, að
röggvarvefnaður hafi verið unninn einhvers staðar á Bretlands-
eyjum á fyrri hluta víkingaaldar, en sá vefnaður er að gerð ólíkur
íslenzka vefnaðinum frá Heynesi. Vel má vera, að hin sérstæða
röggvarhnýting á Heynespjötlunni sé alíslenzkt fyrirbæri, og virð-
ist vera heimilt að telja, að svo sé, meðan ekki finnast dæmi henn-
ar annars staðar.