Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 57
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
63
við sýnishorn af ungverskum nútíma flosvefnaði. Var álitið, að ívafið
myndaði jafnframt röggvarnar, að óspunnir ullarlagðar hefðu verið
lagðir í skilið, hver lagður gengið nokkuð upp á annan, klipptu end-
arnir legið í grunninum, en náttúrlegu endarnir staðið út úr yfir-
borðinu og myndað röggvarnar. í ungverska dúknum voru nokkur
fyrirdrög sérstaks grunnívafs milli röggvaraðanna. Slíkt ívaf var ekki
talið vera í þessu efni, en hæpið virðist, að hægt sé að láta dúk
tolla saman með ofangreindri vefnaðaraðferð. Sagt var og, að hver rögg
virtist koma úr fleirum en einum ívafsþræði (lagði) og talið, að það
orsakaðist af því, hve efnið hefði þófnað (ibid., bls. 35—36). í bréfi
til höf. 1960, svari við fyrirspurn um gerð írskra loðskikkna, lætur
forstjóri þjóðminjasafns írlands, A. T. Lucas, í ljós þá skoðun, að
möttull heilagrar Brigidar sé ekki flosofinn, heldur ýfður með sér-
stakri aðferð, sem þekkzt hafi á írlandi fram til vorra daga og hann
hafi sjálfur séð og lýst.
50 McClintock, Old Irish & Highland Dress, op. cit., hls. 12—14, 21, 96—97;
38.—41. mynd.
51 Falk, op. cit., bls. 174.
52 Loc. cit. Jón Jóhannesson, op. cit., bls. 369. Vitna í Adam af Bremen,
De hamburgske ærkebispers historie (C. L. Henrichsen þýð.; Kbh.:
1930), bls. 262.
53 Kletler, op. cit., bls. 149—150.
54 Jón Jóhannesson, op. cit., bls. 369—370.
55 McClintock, Old Irish & Highland Dress, op. cit., bls. 19—20, vitnar
í Giraldus Cambrensis, Topographia Hibernica (rituð 1184—1186).
Enska orðið rng mun vera skylt orðinu rögg, sbr. t. d. Walter W.
Skeat, A Concise Dictionary of the English Language (Oxford: 1901).
56 P. W. Joyce, A Social History of Ancient Ireland (I—II; London: 1913),
II, bls. 194.
57 Falk, op. cit., bls. 174.
58 í skjölum Hansakaupmanna um viðskipti við England á tímabilinu
1275—1412 er getið um faldingclothe og faldinges frá írlandi sbr. Falk,
op. cit., bls. 174, sem vitnar í Hansische Geschichtsquellen, VI, nr.
203: „ducentas faldinges et centum virgas de faldingclothe de Hiber-
nia“. Elztu heimildir enskar, frá 1386 og 1387, geta um yfirhöfn
(gowne) úr faldyng og yfirhafnir, faldynges, í stað möttla og skikkna,
og 1436 er getið um faldynge, sem sé írsk verzlunarvara, sbr. James
A. H. Murray, A New English Dictionary on Historical Principles
(I—X; Oxford: 1888—1928), II, bls. 194. Er talið þar, að orðið falding
merki gróft ullarefni eða flík eða ábreiðu úr slíku efni. Ekki er þess
getið, að um röggvað efni hafi verið að ræða; svo kann þó að hafa
verið stundum eða í upphafi.
59 Ernst Kúhnel and Louisa Bellinger, Calalogue of Spanish Rugs (Was-
liington: 1953), bls. 1.
60 Phyllis Ackerman, Tapestry the Mirror of Civilization (New York:
1933), bls. 32—33. Sylwan, Svenska ryor, op. cit., bls. 69.