Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 66
GÍSLI GESTSSON
SPJÓT FRÁ KOTMÚLA 1 FLJÓTSHLÍÐ
I ágústbyrjun sumarið 1960 fann 12 ára gamall drengur, Guð-
mundur Magnússon, spjót í bakka Þverár niður frá bænum á Kot-
múla í Fljótshlíð. Var það afhent Þjóðminjasafninu 31. okt. sama
ái. Þegar það fannst, stóð falurinn út úr árbakkanum, en fjöðrin
var á kafi í moldinni. Ekki setti Guðmundur nákvæmlega á sig
staðinn, þar sem spjótið fannst, en álítur, að það hafi legið svo
sem 150 sm undir grassverðinum. Spjótið var heilt, þegar það
fannst, en mjög ryðbólgið, fjöðrin hálfsívöl af ryði og þykk ryð-
kápa hafði setzt utan á falinn. Þórður Tómasson frá Vallnatúni
kom á fundarstaðinn í september 1960 og athugaði staðhætti, og
Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson komu þar einnig í sept. 1961
í sama tilgangi.
Þar sem spjótið fannst, er bakki Þverár þriggja til fjögurra
mannhæða hár. Rennur nú aðeins lítil kvísl undir honum, og er
bakkinn hallandi neðst, en hátt moldarbarð efst, þar sem spjótið
fannst. Engin sáust merki, sem bent gætu til kumlstæðis á þessum
stað. Öll mold er þar óhreyfð áfoksjörð og ekki finnanleg nein
mannaverk í nánd fundarstaðarins. Uppi á bakkanum liggja æði
fornlegar götur, sem stefna upp með Fljótshlíð, og er eins líklegt,
að spjótið hafi týnzt þarna.
Eins og fyrr segir, var spjótið að mestu heilt, þegar það fannst,
en síðar varð það fyrir nokkru hnjaski, og var fjöðrin talsvert
sprungin, er það kom á Þjóðminjasafnið, en falurinn var sem betur
l'er heill (sjá 2. mynd). Við nána athugun mátti sjá, að hann var
silfurbúinn, en annars var allt að 1 sm þykkt ryðhrúður utan á
honum. Ryðið var ákaflega hart, og varð að losa það frá málminum
með smámeitlum, borum, þjölum, og ekki sízt með járnsög, þar eð
ekki tókst að mýkja ryðið með neinum þeim efnum, sem ekki tærðu
málminn, sem undir var. Ekki voru tiltök að hreinsa fjöðrina, enda