Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 68
74
Arbók fornleifafélagsins
samhliða utan um hann, hver skora ekki breiðari en 0,4 mm, og er
því líkast sem þær hefðu verið gerðar í rennibekk. Því næst hefur
skreytingin verið þannig gerð, að mjóir silfur- og koparþræðir hafa
verið hamraðir niður á falinn, og hafa þeir þá festst í skorurnar í
járninu. Loks hefur koparinn verið svertur. Það má telja til skreyt-
ingar, að spjótið hefur verið fest á skaftið með 12 útstæðum geir-
nöglum, sem reknir eru í falinn frá tveimur hliðum og standast á
tveir og tveir, þannig að þeir líta út fyrir að vera aðeins 6, sem
reknir séu þvert í gegnum falinn og 2 þeir fremstu séu styttri en
hinir fjórir. Svo er að sjá, að borað hafi verið fyrir nöglunum, en
götin á falnum hafi ekki verið drepin á hann. (Sjá 3. mynd.)
Járnið í falnum er nú mjög eytt af ryði, og hafa því myndazt
nokkrar mjóar sprungur í hann, er innihald falsins bólgnaði. Ekki
má þó telja sprungur þessar til stórlýta. Talsvert slit sést á framan-
verðum fal, einkum á þeim hliðum, sem geirnaglarnir hlífðu ekki,
þegar silfrið var fágað.
Munstrið á falnum skiptist í 5 belti, og skilur grannt silfurband,
jaðrað með tveimur koparböndum, á milli allra belta, og sams konar
bönd eru aftast og fremst á falnum utan við beltin. Frá falnum
ganga tvær silfurþríhyrnur fram á hliðar spjótsins, þar sem mætist
falur og fjöður, og framan við odda þríhyrnanna liggja þrjár
silfurrandir á milli dökkra koparranda þvert yfir hliðar spjótsins,
þar sem það byrjar að breikka og þynnast. (Sjá 4. og 5. mynd.)
í öllum fimm bekkjum á falnum eru bandfléttur, en munstrin
aðeins tvö. í þremur bekkjum, aftast, í miðið og fremst, er munstrið
gert þannig, að breitt silfurband myndar fjórar lykkjur. Liggur
bandið samhliða aftari jaðri bekkjarins, en lykkjurnar snúa hvöss-
um oddum fram. í gegnum allar lykkjurnar er svo þrætt band
álíka breitt og það band, sem myndar lykkjurnar. Utan með bönd-
unum eru grannar silfurlínur jaðraðar koparlínum. Upp á milli
lykkjuoddanna ganga silfurþríhyrningar, jaðraðir á sama hátt og
böndin. Oddar lykkjanna í aftasta bekk stefna á millibil lykkjanna
í mið- og fremsta bekk. Hinir tveir bekkirnir eru fylltir með þriggja
banda fléttum* og eru böndin látin brotna í skörpum albogum, en
ekki mynda mjúkar sveiglínur eins og í eðlilegum fléttum. í aftari
(mið-)bekk eru böndin aðeins jöðruð einföldum koparlínum, og
fléttan snýr 10 hornum út að hvorri bekkjarbrún. 1 fremra (mið-)
* Raunar er aftari fléttan gerð úr aðeins einu bandi, sem vefst þrisvar
utan um falinn, en fremri fléttan er gerð úr þremur böndum sjálfstæðum.