Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 70
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. Röntfjen-mi/nd af nokkrum hluta fals-
ins. — X-raij photo showing section
of spear-head socket.
bekk, sem er breiðari, eru böndin jöðruð á sama hátt og í lykkjubekkj-
unum og þar snúa aðeins 6 horn út að hvorri brún. Breidd aftasta
lykkjubeltis er 2,3 sm, miðbeitis 2,6 sm og fremsta beltis 2,7 sm, og
þar eð falurinn mjókkar fram, verða fremstu lykkjurnar grennstar
og þær öftustu miklu breiðastar. Aftari fléttubekkur er aðeins 1,2
sm breiður, en fremri fléttubekkur 1,9 sm. Allur þessi breytileiki
gefur spjótinu góðan og fjölbreyttan svip, þó munstrin á því séu
raunar aðeins tvö. Allt er munstrið haglega gert og þó ekki mjög
nákvæmlega. Bönd eru nokkuð misbreið og horn mishvöss, broddar
snerta jaðra á ýmsa vegu, en hvergi verða nokkur vandræði, aðeins
gefur þetta spjótinu lífrænan svip, líkt og allt væri unnið fríhendis
af mjög svo högum manni.
Spjótið er 37,2 sm langt, þar af er falurinn um 12 sm. Það er