Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 96
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hvernig þarna háttaði. Að því er Emil Ásgeirsson hermir, var mann-
talsþingið í Gröf síðast haldið í húsi heima við bæ. Kvaðst hann
halda, að það hafi staðið rétt austan við bæinn og snúið eins
og bæjarhúsin. Þingið í Gröf var lagt niður skömmu fyrir alda-
mót. (Sést á dóma- og þingbókum Árnessýslu, að manntalsþing
fyrir Hrunamannahrepp er sett að Gröf 4. júní 1894, en 5. júní
1896 er það svo sett að Hruna).1 Gamall maður úr sveitinni er sagður
muna, að þinghúsið hafi verið rifið rétt eftir aldamótin. Nú eru
þannig um sextíu ár um liðin. Vísbendingar um, hvar húsið stóð,
byggðar á munnlegri geymd, geta tæplega talizt nákvæmar, og
mér hefur því miður ekki tekizt að finna myndir eða uppdrætti,
sem að gagni mættu koma.
Það var getgáta okkar Emils, að hin forna kirkja á staðnum
kynni að hafa verið tekin undir þinghald. Er vert að athuga
það, og einnig hvort nokkurt áðurgreindra örnefna, sem til þing-
halds benda, hafi verið notað, lengur eða skemur, um stað heima
við bæ. Er þá helzt að athuga örnefnið Þinghúshóll.
Kirkja var í Gröf þegar árið 1331, samkvæmt máldaga Hruna-
kirkju. Eftir allnána eftirgrennslan virðist mér, sem hún hafi
snemma verið lögð niður. Sé ég hana hvergi nefnda eftir 1523.
Eins og háttar í dag, er flatlendi austan við bæinn, þar sem
þinghúsið er sagt hafa verið, og út að nýlegu fjósi og hlöðu, en þar
er dálítil brekka niður á tún að austan og sunnan. Þegar grafið
var fyrir fjósi þessu og hlöðu, var komið niður á mannabeinaleifar.
Þarna hefur kirkjugarður verið, en því miður er ekki vitað um
takmörk hans. Hinar fornu kirkjur stóðu venjulega í miðjum
kirkjugarði. Hússtæðið, sem Emil benti á, liggur þannig, að það
er ekki í miðju í smáum grafreit. Fleira verður naumast sagt
um þetta atriði, eins og sakir standa. Eins og drepið var á, er
flatlendi austur frá bænum út að fjósi og hlöðu. Er ekki um að
ræða neinn hól á þessu svæði, eins og háttar í dag, nema sjálfan
bæjarhólinn, sem allt þetta er á og við (sjá 1. mynd). Verður því að
álykta, að örnefnið Þinghúshóll, sem óneitanlega felur í sér, að átt
sé við sérstakan og allvel afmarkaðan stað, geti ekki átt við ofan-
greint svæði. Hin örnefnin með þing að forlið eiga heldur ekki
rétt á sér þarna. Orðið lögrétta er vandmeðfarið, það er lögfræði-
hugtak og einnig haft um mannvirki á þingstað, en eins og það
i Gagnort yfirlit um héraðsþingstaðina almennt er að finna í riti Einars
Arnórssonar: Árnesþing á landnáms- og söguöld, Reykjavík 1950, hls. 15.