Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 98
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þúfurnar á hólbungunni voru flestar langar og ávalar, lágu á
ýmsa vegu og nokkuð misþétt. Var á þeim sameiginlegt yfirbragð
í skákunum, og aftur annað í hnappnum, en þar var þýfið smærra
og þéttara, nema syðst (sjá 1. mynd). Var hæð þúfnanna um það
bil í hné að jafnaði, eða þaðan af minna.
Ég hóf frumathuganir mínar sama dag og ég kom austur, 30.
maí, gerði prófgryfjur, þar sem þúfnaskákirnar komu saman í
horn, gróf holu í túnið innan þeirra, skurð gegnum vallgrónu
tóftina austan við og gerði loks lauslegan uppdrátt af þúfnamynd-
uninni og tóft þessari. Naut ég liðsinnis heimamanna. Prófgryfj-
urnar sýndu grjótundirstöður, sem hlutu að vera undan torfhleðslum.
1 þremur hornum var álíka djúpt niður á grjót, en í SA-horninu
(áttamiðanir ekki nákvæmar) var mun dýpra niður á þær en ann-
ars staðar. í holunni innan í reitnum, sem skákirnar afmörkuðu,
var gróðurmold og fíngerð möl neðst. f skurðinum gegnum tóftina,
sem var austan við þúfnaklasann, komu í ljós tvær samhliða grjótrað-
ir undan langveggjum. Þar sem dýpst var þarna á grjót, eða í 60—80
sm dýpi, fannst lítill, kúptur eirhnappur, en annars ekkert laus-
legt, og ekki heldur gólfleifar. Tóft þessi var sögð eftir útihús, og
gamall maður, sem nú á heima á Miðfelli, áréttaði það. Kvaðst
hann muna þarna eftir hesthúskofa á síðastliðinni öld. Tóftin var
með þykkum moldum, en án greinilegra lagskiptinga, sem bent
gætu til fleira en eins byggingarskeiðs. Hún var ekki sambyggð
hinum mannvirkjaleifunum, en lá samhliða aðalþúfnaklasanum og
hafa dyrnar, eftir ytra útliti að dæma, verið mót suðri. Fjarlægðin
frú þúfnasafninu var innan við 10 metra. Mér þótti ekki ástæða
til að grafa tóft þessa út frekar.
Eftir að ég hafði lagt fram þessar upplýsingar, varð að ráði,
að ég færi í annað sinn austur til rannsóknar, enda Ijóst, að um
athyglisverðar fornminjar var að ræða. Fór ég 5. júní, fékk aðstoð
í Gröf eins og áður, og réðust nú til mín verkamenn, allt mjög
liðtækir unglingar frá bæjunum í grennd. Var með mér misjafn-
lega stór hópur við uppgröftinn allt til þess, er frámokstri lauk
12. júní. Rannsókninni á staðnum lauk endanlega hinn 16. sama
mánaðar.
*
Byrjað var að grafa ofan af grjótlögninni undir þúfunum í hlið-
um ferhyrningsins, og því næst ofan af þúfnahnappnum. Þarna