Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 100
106
arbók fornleifafélagsins
upprunalega breidd, og um upprunalega hæð verður auðvitað ekki
sagt.
Norðurveggurinn, sem byrjað var á að grafa út til fullnustu 5.
júní, mældist vera, eftir grjótlögninni, um 21 m á lengd. f aust-
asta þriðjungi hans var breiddin 1.40—1.60 m að jafnaði, en tals-
vert minni vestar, eins og sést á meðfylgjandi uppdrætti (5. mynd).
Þar eru stórir steinar í ytri brúninni neðst, allt að 1 m á lengd,
eða þar um bil, og álíka á hæð. Að stórgrjóti frátöldu virtist meðal-
lengdin um 20 sm, og breidd og hæð mjög í samræmi, virtust
þetta hnullungar úr holti. Veggurinn hefur verið hlaðinn á næstum
láréttan völl, og var komið niður á malarlag vallarins í skurðinum,
sem grafinn var. Undirstaða hólsins virðist alls staðar vera með
sama hætti, fíngerð, sendin möl, en undir norðurveggnum kann
að hafa verið mold og grassvörður, þegar hlaðið var, því víða var
mold milli malar og grjóthleðslu. Síðan hefur túnflöturinn við
þúfnareinarnar hækkað um 30—60 sm að jafnaði, og er það grjót-
laus eða grjótlítil gróðurmold.
Vesturhlið gerðisins mældist um 22,5 m á lengd milli horna. Suð-
urhornið er skýrt, en að norðan eru tengslin við næsta vegg ekki
glögg. Um það bil mitt á milli horna er um 8 m langur kafli án
grjótlagnar. Þúfnaskákin var þar svipuð og annars staðar, en þó
lítið eitt dreifðari. Því miður er ekki unnt að fullyrða, hvernig
stendur á þessu bili í grjótlögninni. Þarna kann að hafa verið
hlið í gerðið frá upphafi, en einnig er hugsanlegt, og reyndar nokk-
ur ábending til fyrir því (þúfurnar), að þarna hafi verið torfhleðsla
án steina í undirstöðu. Loks er hugsanlegt, að grjót hafi verið tek-
ið úr veggnum á þessu bili, en þúfurnar svo myndazt í rótaðri
moldinni á eftir. Vert er að hafa í huga sjálfa lögun hólsins í
þessu sambandi, en við bilið hækkar landið lítið eitt, bæði völl-
urinn, sem hlaðið var á, og yfirborð hólsins. Grjótundirstað-
an norðanmegin við bilið var öðru vísi en annars staðar: Aðeins
ytri brún af grjóthleðslu og auk þess laust grjót, sem hefur hrunið
fram úr henni. Ekkert uppfyllingargrjót var í þessum garðhluta.
Grafið var í senn ofan af austurvegg, suðurvegg og þúfnasafn-
inu í SA-horninu. Tóftin, sem kom í ljós á síðastnefndu svæði, sneri
dyrum suður á túnið. Suðurveggur gerðisins lá næstum hornrétt
upp að vestari langvegg tóftarinnar nálægt miðju, en grjótlögn
austurgarðsins í gerðinu náði ekki alveg að henni. Hins vegar
lá ytri brún þessarar grjótlagnar í beinni línu við ytri brún eystri