Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 101
HANNSÓKN A SVONEFNDRI LÖGRÉTTU
107
langveggs í tóftinni. Tóftin hefur verið hlaðin upp með grjóti neðst
og síðan torfi. Hún er byggð frá suðurbrún hólsins og upp eftir,
og ef til vill með nokkrum grefti til að slétta gólfið. Vík ég að
því síðar. Að utan voru veggirnir lítið eitt lægri. Voru veggirnir
yfirleitt gerðir þannig, að grunnsteinar voru á hærra fleti að utan
en innan eða jafnhátt. Að hæð til stóðst þessi ytri grjótbrún á við
tilsvarandi steinaraðir í báðum görðunum, sem að tóftinni lágu. Garð-
ar og tóft eru þannig í sérlega nánum tengslum.
Frá norðurhorni austurhliðar gerðisins að tóftinni eru 12.8 m.
Regluleg grjótlögn var þar ekki á um 2 m bili syðst. Á þessu bili
voru hins vegar þúfur með svipuðum hætti og annars staðar í rein-
unum. Getur þrennt verið, að þarna hafi torfveggurinn staðið án
steina í undirstöðu, að op hafi verið í gerðið á þessu bili eða grjót
hafi verið tekið úr veggnum. Jafnaðarbreidd grjótlagnarinnar var
um 1.2—1.4 m. Dýptin á frámokstrarskurðinum var svipuð og ann-
ars staðar, en þó með örlitlum mun. Hefur verið hlaðið ofan á völl,
sem hækkaði suður að tóftarstæðinu. Hvergi var hleðsla ofan á
grunnlaginu. Uppfyllingarbingurinn í miðju var með sama hætti
og í norðurveggnum. Hann þynntist eftir því sem sunnar dró. (Sjá
3. mynd).
Suðurveggurinn mældist um 10.7 m á lengd. í undirstöðunni var
áberandi mikið af brúnasteinum af næstum sömu stærð og þeir,
sem stærstir voru í norðurvegg og voru í sérflokki. Sumir stóru
steinanna virðast hafa sigið inn. Jafnaðarbreiddin var hér nálægt
1.1—1.4. Var skurðurinn niður á hleðsluvöll álíka djúpur og við
norðurvegginn. Hann var áberandi grunnur í SV-horninu eða um
30—40 sm. Sums staðar hvíldu tveir og jafnvel þrír steinar hver
ofan á öðrum í hleðslu. Eins og sést á uppdrættinum, er veggur þessi
e,kki lagður beint, en skagar lítið eitt suður nálægt miðju. Einnig
kann sig í jörðu að valda því, en tæplega mjög. Norður frá eystra
helmingi garðsins var talsvert þýfi. Var grafinn skurður upp í það
úr suðurskurðinum nálægt miðju til að kanna, hvort hleðsluleifar
væru undir. Svo var ekki, og þar sem annars staðar sást í þýfisbakk-
ann, voru ekki í honum hleðsluleifar.
Tóftin, sem getið var og sýnt var fram á, að væri samhangandi
görðunum, var allheilleg, og fékkst sæmileg mynd af henni á alla
vegu. Lengdir. að utanmáli var 15 m, og er þá miðað við grunnsteina,
eins og gert hefur verið. Breidd að utan var misjöfn: um 2 m
frá norðurgafli var hún 6 m, en annars staðar álíka eða minni.