Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 102
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Minnst var hún 5,6 m, rúmlega 2 m frá syðstu brún. Að innanmáli
er tóftin 10 m á lengd, mælt milli gafls og þrepsins við dyrnar
að sunnan, en breiddin 1.4—2.2 m. (Sjá 4. og 5. mynd).
Grafið var ofan af ytri steinabrún langveggja og suðurenda
og tveir skurðir þversum gegnum báða langveggi. Þá utan með
ytri hlið norðurgaflsins og þar niður á steina í hleðslu. Loks innan
úr tóftinni. Var einföld steinaröð neðst í ytri og innri brún allra
veggja. Á utanverðri tóftinni var víðast eitt steinalag í hleðslu,
en að jafnaði fleiri að innan. Ég sá ekki grjót í veggjum milli brúna.
Steinbrúnirnar að utan voru nær alls staðar óhaggaðar, nema
á suðurenda, þar lá grjótið allóreglulega, en þó ekki meira en svo,
að áætla mátti upprunalega útlínu. Fremst í tóftinni var svo steinþrep
(Sjá 4. mynd), Utan þess breyta langveggirnir stefnu og sveigjast
út á við, eins og dyrakampar. Stærð steina í ytri brúnum tóftar-
veggjanna var misjöfn. Talsvert var af stórum steinum, um 50—80
sm að lengd að jafnaði, en einnig talsvert af mun smærra grjóti.
Innan tóftar var vegglínan mun sveigðari og óreglulegri. Þar sem
grjót var í tveimur eöa þremur hleðslulögum, var oft, að hin efri
sköguðu fram yfir hin neðri. Loks höfðu veggirnir skriðið fram
allvíða. Uppdrátturinn sýnir ekki óbrigðult lægstu hleðslusteinana
innan á tóftarveggjunum. Miðast innri vegglína við þá hleðslu-
steina, sem lengst siiöguðu fram í hleðslu. Sums staðar vantaði
í neðsta grjótlagið, þótt hleðsla væri heil fyrir ofan. Var það án
efa vegna skemmda; grjótið hafði ýtzt fram, og alltaf var það
undir vegghluta, sem byrjaður var að síga. I gaflinum innan-
verðum eru grjótlög ekki í samfellu niður úr, en þarna er örðugt að
ákveða upprunalega legu gólfsins, og verður ekki gefin á því
nákvæm og viðhlítandi skýring öðru vísi en reynt verður hér á
eftir í sambandi við gólfflötinn yfirleitt.
Eins og sést á 4. mynd, var mikið af lausagrjóti um nær alla
tóftina. Það lá mishátt í moldum, en greinist í skriður út frá veggj-
unum. Neðstu steinarnir í skriðunum gefa nokkra vísbendingu
um tóftarbotninn, og um aðra vísbendingu er ekki að ræða. Var
hvergi gólfskán, hvergi gólfsteinalögn og eklcort skýrt gólflag af
neinu tagi. Lágu skriðusteinarnir í auðkennalausri mold. Nokkra
viðmiðun mátti hafa af þrepsteinunum. Séu þeir og skriðusteinarnir
hafðir til marks og miðað við jafnaðarhæð neðstu skriðusteinanna,
fæst mynd af sæmilega sléttum botni. Hann er ekki alveg láréttur,
og hallar suður og fram í fleti, sem hugsaður er samhangandi frá