Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 104
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þó sýnilega eilítið lægri. Sunnan við miðju lækkuðu veggjaleifarnar
með hólnum. Við steinþrepið var hæðin að yfirborði um 40—50 sm.
Sunnan við miðju byrjar hæðarlína brúnasteinanna að utanverðu í
langveggjunum að nálgast jafnaðarhæð innri steinaraðarinnar í
grunni, og nálægt þrepinu ganga ytri raðirnar niður fyrir hinar innri.
Þar sem steinar lágu dýpst sunnan við innganginn, var brúnin
á frámokstursskurðinum í um það bil bringspalir á fullvöxnum
manni. Þarna er þýfi fram á túnflötinn, og þykkur og rakur moldar-
jarðvegur. Kamparnir voru greinilega hlaðnir í halla að miklu
leyti, suðurbrún hólsins, og hefur verið talsvert bratt að ganga
upp að tóftarþrepinu.
Þegar tóftin var hlaðin, hafa menn fylgt lögun hólsins að vissu
marki, um það vitnar hallinn á ofangreindum botnfleti hennar,
en einnig má áætla, eins og þegar hefur verið gert hér að framan,
að menn kunni að hafa grafið botninn niður, a. m. k. á kafla.
*
í tóft þessari lágu bein úr sauðfé og stórgripum á víð og dreif í
moldinni, bæði á veggjunum og inni í tóft, en veittu ekki vísbend-
ingu um lagskiptingu. Þarna var ekki heldur sýnilegt gólflag, eins
og tekið var fram, hvergi stoðarholur og hvergi tréleifar af neinu
tagi. Er augljóst, að tóftin hefur verið án varanlegrar yfirbygg-
ingar, og er því ekki undan húsi.
Gerðið og tóftin virðast frá sama tíma. Um það vitna tvö
atriði í sjálfum fornleifunum: hvernig hvort tveggja var byggt og
hið sameiginlega yfirbragð á þúfunum.
Ekki var unnt að tímasetja staðinn eftir fornleifunum sjálfum.
Einnig mætti segja sem svo, að ekki hafi verið sýnt fram á, að
um þingstað væri að ræða. Má láta sér detta í hug, að þarna hafi
verið kvíar og heygarður, og mannvirki þessi byggð til þeirra nota.
Ég vil leyfa mér að halda fram, að svo sé ekki, og að þarna hafi
verið útbúinn staður fyrir þinghald.
Aðalvísbending mín eru örnefnin, sem ég tel að beri að heim-
færa á þennan stað og engin sögn er til fyrir því, svo fremi ég veit,
að þarna hafi verið neitt annað en þingstaður, og heldur ekki ör-
nefni í þá áttina.
Virðist heimilt að hugsa sér, að menn hafi tjaldað yfir tóftina,
meðan þing stóð yfir, en gerðið verið haft fyrir rétt handa reið-
skjótum aðkomumanna. Þá má og hugsa sér, að tóftin hafi ekki verið