Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 106
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þétt tjölduð,1 þar hafi vissir menn safnazt, meðan þing var haldið,
en aðrir viðstaddir safnazt í gerðinu og fylgzt með. Til alls þessa
leiða sjálfar fornminjarnar hugann.
Hvers vegna er stað þessum valið nafnið Lögrétta? Orðið er
lögfræðihugtak og merkti það m. a. dóm- og ráðstefnustað.2 Slíkur
staður var að fornu opið, afmarkað svæði, og er bent á ýmsar mann-
virkjaleifar á þingstöðum hér á landi í því sambandi. Skýrasta um-
sögnin um þær, sem ég þekki, er í grein Björns M. Ólsens í Árbók
Fornleifafélagsins 1884—’85, bls. 17: „Um lögrjettu á hjeraðsþing-
um er hvergi getið nema í Grettlu, sem áður er sagt, en staðurinn
er vafasamur, og lýsir ekki fyrirkomulagi lögrjettunnar. Hafi sér-
stök lögrjetta nokkurn tíma verið á hjeraðsþingum, hefur lögrjettu-
stæðið eflaust verið útbúið á sama hátt og dómstæðin. — Hjer
og hvar út um allt land, bæði á þingstöðum og annars staðar, sjást
hringmynduð tóftarbrot, sem vanalega bera nafnið lögrjetta eða
dómhringur“.
Nú er ekki minnzt á þing í Gröf fyrr en með heimild, sem ár-
færð er 1506—7,3 og í Gröf er alltaf um að ræða seinni alda hrepps-
þing, að því er ég bezt veit.4 Er nú fernt til athugunar: að um rang-
nefni sé að ræða, að sjálft gerðið sé lögréttan, að tóftin sé hún og
loks, að orðið lögrétta geti átt við staðinn eins og hann er í heild,
gerði og tóft.
Hvað þá um orðliðinn Þinghús í Þinghúshóll, Þinghúsþúfur og
Þinghúsþýfi? Orðalag í Jónsbókarlögunum bendir til, að almennt
hafi verið þinghús á þingstöðunum, og þarf að rannsaka það. Stuðn-
ing má hafa af heimild um þingsetu að Leirá í Leirársveit ár-
ið 1640, sem ég vil nú vitna í. Það eru athugasemdir Ara Magn-
1 Öll notkun tjalda á útiþingstöðum hérlendis er eitt af því, sein rann-
saka þyrfti. Dettur mér í hug, að sá háttur kunni að hafa verið talsvert
viðhafður, að strengja tjalddúk uppi yfir ráðstefnu en albyrgja ekki.
2 Sjá Jónshók og Johan Fritzner: Ordbog over det gamle norske sprog,
II, hls. 608.
3 Pað er stefna Þorvarðs lögmanns Erlendssonar til Þórðar Sighvats-
sonar. D. I. VIII., bis. 132.
4 Hinn forni hrepps-þingstaður í Hrunamannahreppi mun hafa verið
að Grafarbakka (nágrannabæ við Gröf). Er það hermt í Árnesingasögu-
bindinu eftir Einar Arnórsson, þar sem taldir eru upp hinir fornu hreppar
sýslunnar og þingstaðir þeirra. Skilst mér á því, sem þar er, að þetta muni
hafa verið svo. Sjá: Einar Arnórsson: Árnesþing ú landnáms- og sögu-
öld, bls. 14—15.