Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 107
RANNSÓKN Á SVONEFNDRI LÖGRÉTTU
113
ússonar um dóma Árna lögmanns Oddssonar á Le.irá 11. nóv.
það ár um Helga nokkurn Þorsteinsson. Vil ég tilfæra 6. og 7.
lið 3. kafla þeirra. Þær eru gefnar út í Alþingisbókum íslands.
Er þar farið eftir AM. 910, 4t0. Eftirfarandi er á bls. 51 í bindi
VI, I: „6. Var þingið löglega sett af Árna lögmanni og svo setið,
þar hann setti það ekki á þingstað réttum, að sagt er, í kirkjunni
sjálfri og á hans eigin heimili? Flestir dómar hljóða svo, að
dómsmenn hafi verið tilnefndir á þingstað réttum, og allir stefna
á þingstað réttan, en ekki í kirkju né kirkjugarð í helgan stað.
Kristur segir, að sitt hús sé bænahús, en þeir hafi gjört það
að spillvirkjainni. Hvað hefur það upp á r.ig, þar ordinantian
segir, að ekki skuli þing halda á prestagörðum, hvað síður í kirkj-
unni sjálfri? — 7. Voru dómsmenn löglega nefndir í dómssæti og
dómurinn löglega setinn og upp sagður, þar allt var aðgjört í
kirkju, en eklci eptir guðsorði og landslögum vorum, einnin eptir
góðri og gamalli vísu? Sverja nefndir menn ekki svo, að þeir
skuli jafnan gjöra, er þeir eru í lögréttu nefndir? Lögréttu tóptir
sjást all víða, ef ekki er lögrétta uppi á héraðsþingstöðum? Var
ekki til tjaldstofa eður setuhús annað, að dæma þann dóm, eða
var málið svo heilagt og sá í hlut átti, að það mætti hvergi dæma,
utan í kirkju?"
Þarna á þing að hafa verið haldið í kirkju. Fróðlegt er að sjá,
hvernig tekið er til orða í síðustu málsgreininni í seinna liðnum,
lið 7, t. d.: ,,Var ekki til tjaldstofa eður setuhús annað . . .?“
Má ætla, að orðalag þetta beri vitni almennri málvenju, þegar
rætt var um þinghald. Og er ekki tóft alltaf með fremur þröngu
sniði og ekki víðfeðma gerði? Sams konar siðir hafa án efa ríkt um
land allt í þessum efnum. Virðist mér ekki fráleitt að halda, að
samtímamenn útiþingstaðarins í Gröf hafi getað nefnt tóftina
tjaldstofu, eða setuhús og jafnvel lögréttu. Eru þá orðin hús og stofa
notuð mjög frjálslega í samsetningu. Sama frjálslega notkunin hygg
ég, að hafi leyft myndun nafnanna Þinghúshóll, Þinghúsþúfur og
Þinghúsþýfi um stað þennan, og annars eru þau torskilin hérna.
Um hina víðtæku notkun orðsins lögrétta er víst kunnugt í öllum
héruðum.
Reykjavík, 17. 4. 1962.
Ég vil færa próf. Magnúsi Má Lárussyni þakkir fyrir góðar bendingar í
sambandi við grein þessa. Einnig þakka ég Halldóri J. Jónssyni safnverði að-
stoð við prófarkalesturinn. — Þ. G.
8