Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 109
KRISTJÁN ELDJÁRN
ALÞINGISHÁTÍÐARPENINGARNIR
Að tilhlutan undirbúningsnefndar alþingishátíðarinnar 1930 voru
gefnir út þrír minnispeningar, sem selidir voru á 10, 5 og 2 krónur.
Peningar þessir hafa ætíð verið kallaðir „minnispeningar" á íslenzku
3g ekkert annað. 1 bréfaskiptum útlendra manna við undirbúnings-
nefndina nefnast þeir ýmsum nöfnum, t. d. „Jubileumsmonter", „Er-
indringsmonter", „jubileumspenge", „minnepenge", „erindringsmed-
aljer“, „commemorative coins“, „celebration coins“, „Jubiláums-
miinzen“, „Gedenkenmiinzen", „Medaillen". Georg Galster í Kaup-
mannhöfn, sem er heimsþekktur myntfræðingur, kallar þá „Erind-
ringsmonter" í bréfi til alþingishátíðarnefndar 15. október 1930 og
sömuleiðis í Numismatisk Forenings Medlemsblad, Bind XIII, janúar
1932, bls. 5, en bætir þó við að þeir hafi „Karaktær af Medailler“.
Dæmi þessi sýna, að nokkur óvissa hefur frá upphafi ríkt um
það, hvernig þá skyldi flokka. Og nú er svo komið, þegar minnis-
peningarnir eru orðnir þekktir og eftirsóttir af söfnum og söfn-
ururn víða um heim, að nokkuð er á reiki, hvort þá skuli flokka
með „myntum“ eða „medalíum“. Hjá Wayte Raymond, Coins of
the world, twentieth century issues, 1901—1950, 4. útg., New York
1951, eru birtar myndir af öllum minnispeningunum og þeir taldir
með íslenzkum myntum (coins). Hjá John S. Davenport, European
crowns since 1800, Buffalo 1947, eru þeir einnig taldir myntir, og
myndir birtar af þeim (í þetta verk vantar þó 2 kr. peninginn).
Enn eru þeir taldir myntir hjá R. S. Yeoman, A catalog of modem
world coins, Racine, Wis., 1961.1 Hins vegar hefur Georg Galster
ekki talið minnispeningana með í skrá um íslenzkar myntir 1922—
1950 í Nordisk numismatisk unions medlemsblad 1950, bls. 163,
og er því ótvírætt, að hann hefur ekki talið þá vera myntir.
1 Þó með þessari athugasemd: „considered as medals“. — í nýrri grein
eftir Thomas Wm. Becker, The Althing Coins of Iceland, Numismatic
Scraphook Magazine, Vol. 71, eru minnispeningarnir kallaðir „coins“.