Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 110
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Orðið ,,minnispeningur“ — og bókstaflegar þýðingar þess á erlend
mál — getur átt nokkurn þátt í þeim ruglingi og misskilningi, sem
hér er á orðinn. En „minnispeningur“ merkir (og á að merkja) ná-
kvæmlega hið sama og nefnist „medalíur" á erlendum málum (Meda-
iller, medaljer, Medaillen, medals). Á því er enginn vafi, að alþing-
ishátíðarpeningarnir eru, „medalíur“, en ekki myntir, og eru því rangt
flokkaðir í hinum amerísku ritum, sem til var vitnað. Þetta mun
skýrast betur síðar í þessari grein, en „minnispeningur" er hér
alltaf notað í merkingunni „medalía“. Skal nú hér á eftir gerð grein
fyrir öllu, sem fundizt hefur og máli getur skipt um tilorðningu og
sögu þessara peninga.
Á fundi sameinaðs alþingis 14. maí 1926 var samþykkt að kjósa
6 manna nefnd til þess að gera tillögur um hátíðahöld 1930 í minn-
ingu um stofnun alþingis. Menn voru kosnir í nefndina á þessum
sama fundi, og hélt hún fyrsta fund sinn hinn 15. október sama ár
og starfaði síðan samfleytt þangað til 26. nóvember 1931, er síðasti
fundurinn var haldinn.
Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn skrifaði forsætisráðherra
hinn 5. júlí 1926 og sendi tillöguuppdrátt að minnispeningi, sem
Montdirektoren í Kaupmannahöfn hafði í kyrrþey lagt til við sendi-
ráðið að gerður yrði fyrir alþingishátíðina. Aftur skrifaði sendiherra
24. marz 1928 og skýrði forsætisráðherra frá, að Gunnar Jensen
myndhöggvari, sem ynni að því að gera uppdrætti að myntum, sem
slegnar væru í konunglegu myntsláttunni, hefði minnzt á þetta mál
við sig á ný, og fylgdu þessu bréfi enn tillöguuppdrættir. öll voru
þessi gögn send til alþingishátíðarnefndar, en ekki hefur þessum til-
lögum verið sinnt, og er þessi þáttur lítilvægur, nema ef vera skyldi
að hér væri frumkveikja þeirrar hugmyndar, að út skyldi gefa minn-
ispeninga á alþingishátíðinni.
Minnispeningamálið kom ekki til umræðu í alþingishátíðarnefnd-
inni (að því er ráðið verður af gerðabók hennar) fyrr en á fundi 8.
október 1928.2 Þá var framkvæmdastjóra hennar, Magnúsi Kjaran,
2 Gerðabók alþingishátíðarnefndar, svo og reikningar alþingisliátíðar-
innar, eru í Þjóðskjalasafni, en bréf til nefndarinnar og frá henni eru í
Þjóðminjasafni íslands. Ilafa allar þessar heimildir verið kannaðar við und-
irbúning þessarar ritgerðar. — Höfundurinn notar þetta tœkifæri til að
þakka Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra mikilsverða aðstoð við að leita allra
þeirra gagna, sem minnispeningana geta varðað, og áhuga hans á, að samin
yrði saga peninganna, eins og hér er reynt.