Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 115
ALÞINGISHÁTlÐARPENINGARNIR
121
rekja til villandi ljósmyndar, sem víða hefur birzt, m. a. í bók
Magnúsar Jónssonar um alþingishátíðina.11 Á mynd þessari er á
framhlið 10 kr. peningsins E. JÓNSSON í stað EJ, en á bakhliðinni
engir stafir, þar sem á að vera B B. Á 5 kr. peningnum eru engin
merki hvorugum megin, en á að vera B B á framhlið og G E á bakhlið
(sbr. lýsinguna hér á eftir). 2 kr. peningurinn er eins á myndinni
og í raunveruleikanum, enda hefur enginn minnzt á, að af honum
séu tvær útgáfur.
Ljósmynd þessi er ekki af minnispeningunum eins og þeir urðu
enidanlega, heldur er hún af sýnishornum, sem síðar var breytt
þannig, að ákveðið var að hafa upphafsstafi listamannanna á öllum
sex hliðum peninganna, á sama hátt á þeim öllum. Sýnishornin eða
tillögurnar, sem myndin er af, eru í Þjóðminjasafni íslands og voru
afhent því af framkvæmdastjóra alþingishátíðarnefndar. Þau eru
óoxyderuð og því ljósari en peningarnir sjálfir. Því miður var þess-
ari mynd víða dreift og þess ekki gætt, að enn átti eftir að gera
nokkra breytingu á 10 og 5 kr. peningunum, og enn var hún birt í
bók Magnúsar Jónssonar, án þess að nokkur tæki eftir, að hún var
í rauninni ekki af minnispeningunum sjálfum heldur ófrágengnum
sýnishornum. Af alþingishátíðarpeningunum er vissulega aðeins ein
útgáfa, sú sem nú skal að lokum lýst eins nákvæmlega og þurfa
þykir og efnisatriði uppdráttanna skýrð eftir föngum.
Lýsing alþingishátíðarp eninganna.
1. Minnispeningur úr silfri, 10 lcrónur.
Framhlið: „Konungurinn í Thule“ eftir Einar Jónsson mynd-
höggvara, upphafsstafir listamannsins, E. J., til vinstri.
Bakhlið: Skjaldarmerkisteikning eftir uppdrætti Baldvins Björns-
sonar, upphafsstafir hans, B. B., fyrir neðan.12
11 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930, Reykjavík 1943, bls. 72. Sama
mynd er í hátíðarblaði Fálkans, bls. 19, enn fremur á þýzku auglýsingar-
blaði um minnispeningana, í Mitteilungen der Islandfreunde, XVII Jahrg.,
Juli—Oktober 1930, bls. 31, og í Ostsee-Rundschau nr. 5, 1930, bls. 216.
Þarf ekki að efa, að mynd þessi hefur birzt víðar.
12 f Þjóðminjasafni, Alþhs. 68, er gifsskjöldur af þessari hlið, 26 sm í
þvermál. Listamennirnir virðast hafa verið beðnir að móta slíka skildi eftir
uppdráttum sínum, þótt nú séu aðeins tveir til í Þjóðminjasafninu.