Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 116
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á röndinni: 10 KRÓNUR (með innhöggnu letri). Þyngd: 35 grömm.
Þvermál: 45 mm.
2. Minnispeningur úr silfri, 5 krónur.
Framhlið: Mynd af lögsögumanni með umskriftinni MEÐ LÖG-
UM SKAL LAND BYGGJA, auk þess ártölin 930 og 1930. Eftir
uppdrætti Baldvins Björnssonar, og eru upphafsstafir hans, B. B.,
neðan við mannsmyndina.13 Bakhliö: Tveir samslungnir drekar
með umskriftinni ALÞINGI VAS SETT AT RAÞI ULFLIOTS OK
ALLRA LANDSMANNA. Eftir uppdrætti Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal, og eru upphafsstafir hans, G. E., neðan við drekann.14
Á röndinni: 5 KRÓNUR (með innhöggnu letri). Þyngd: 22 grömm.
Þvermál: 35.5 mm.
3. Minnispeningur úr bronsi, 2 krónur.
Framhlið: Gyðjumynd með kyndil og ártölin 930 og 1930, sitt
hvorum megin. Eftir uppdrætti Baldvins Björnssonar, og sjást upp-
hafsstafir hans, B. B., undir myndinni til hægri. Bakhliö: Landvætt-
irnar hver í sínum fjórðungi, og umskrift með rúnum: alþingi
stofnaþ niu hundruþ ok þriatiu / nitian
hundruþ ok þriatiu. Eftir uppdrætti Tryggva Magnús-
sonar, og sjást upphafsstafir hans, T. M., að neðan til hægri.15 Á
röndinni: 2 KRÓNUR (með innhöggnu letri). Þyngd: 20 grömm.
Þvermál: 35.5 mm.
Um 10 Jcróna peninginn: 1 safni Einars Jónssonar í Reykjavík
er frummyndin að framhlið peningsins, kringlóttur gifsskjöldur, 42
sm í þvermál.16 Peningurinn er gerður mjög líkur þessari frum-
mynd, nema hvað á henni stendur neðst KONUNGURINN I THULE
13 Frumuppdrættir Baldvins Björnssonar að þessari hlið og hinum
tveimur, sem hann gerði, eru í Pjóðminjasafni, Alþhs. 126.
14 Listamaðurinn fékk leyfi til að nota þennan sama uppdrátt á brons-
skjöld, sem hann gaf út sjálfur. Á hinni hlið hans er mynd af þremur forn-
mönnum (brjóstmynd) með hjálm og umhverfis MEÐ LÖGUM SKAL LAND
BYGGJA 930—1930. Skjöldurinn er 10.7 sm í þvm. Listamaðurinn segir
skjöldinn gerðan í Múnchen og hafi upplagið verið um 500.
16 í Þjóðminjasafni, Alþhs. 69, er gifsskjöldur af þessari hlið, 26 sm í
þvermál.
16 Einar Jónsson, Myndir II, Reykjavík 1937, nr. 17; Einar Jónsson.
Stockholm 1954, nr. 83.