Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 117
ALÞINGISHÁTlÐARPENINGARNIR
128
og neðan til vinstra megin er nafn listamannsins E. JÓNSSON og
undir því ártalið 1928. Á peningnum er áletruninni sleppt,, og í
stað nafnsins og ártalsins aðeins sett E. J. Konungurinn situr í hástól
með drekahöfðum á bríkum og leggur hendur á höfuð tveimur nökt-
um ungmennum, sem krjúpa við stólinn. Að baki virðist vera fjalla-
landslag og geislandi sól yfir. Mun eiga að vera táknmynd af
norðrinu, en smáatriði táknunarinnar verða nú ekki með vissu
skilin á þann veg sem listamaðurinn kann að hafa hugsað þau.
Á bakhlið peningsins er útfærsla Baldvins Björnssonar af skjald-
armerki íslenzka ríkisins. Frumuppdráttur listamannsins er í Þjóð-
minjasafni, Alþhs. 126 d.17 Skjaldberarnir eru landvættirnar fjór-
ar, dreki, fugl, griðungur og bergrisi, svo sem Snorri Sturluson
skýrir frá þeim í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu.18 Of-
an á skildinum er kóróna, er táknar konungdæmið, en framan á
stalli undir skildinum er víkingaskip með þöndu segli, siglandi
á bárum.
TJm 5 króna peninginn. Frumteikning Baldvins Björnssonar að
framhliðinni er í Þjóðminjasafni, Alþhs. 126 b, en á hana vantar
umskriftina, og ártölum er öðru vísi hagað.19 Á peningnum er al-
mynd af manni í fornmannabúningi (eftir hefðbundnum, róman-
tískum hugmyndum um búninga sögualdar). Maðurinn stendur að
Lögbergi, bak við hann bergstuðlar, sem eiga að tákna hamravegg
Almannagjár. 1 bréfi til undirbúningsnefndar alþingishátíðarinn-
ar, dags. í Vestmannaeyjum 31. 1. 1929, segir listamaðurinn, að til-
laga sín að þessari hlið sé „hugsuð sem lögsögumaður að Lögbergi“,
og er því ekki svo að sjá sem maðurinn hafi sérstaklega verið hugsaður
sem Úlfljótur. Orðskviðurinn („Með lögum skal land byggja“) er
samnorrænn, kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingja-
lögum, Frostaþingslögum, Járnsíðu og Njáls sögu.20 Athyglisverí
17 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930, Reykjavík 1943, bls. 112.
18 Heimskringla I, íslenzk fornrit XVI, bls. 271. — Landvættir þessar
eru tvímælalaust á einn eða annan hátt runnar frá einkennisverum guð-
sPjallamannanna, eins og bent hefur verið á. Ólafur Briem, Heiðinn siður
á íslandi, Reykjavík 1945, bls. 75.
19 Alþingishátíðin, bls. 114.
20 Brennu-Njáls saga, íslenzk fornrit XII, Reykjavík 1954, útg. Einar Ól.
Sveinsson, bls. 172—173 nm.; vitnað er þar til ágætra fræðirita um orðs-
kviðinn.