Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Qupperneq 118
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er, að á peningnum er orðskviðurinn ritaður með nútíma stafsetn-
ingu, sbr. aftur á móti bakhliðina.
Á bakhliðinni sjást tveir vængjaðir drekar, sem snúa saman,
krækja saman sporðum neðst, hálsarnir brugðnir saman efst, klærn-
ar inn í miðju. Drekar þessir tákna ekkert sérstakt, eiga aðeins að
vera fornt íslenzkt efnisatriði, enda greinilega gerðir með hliðsjón
af drekunum á Valþjófsstaðakirkjuhurðinni frá um 1200. Tilhögun-
in er líka svipuð, á hurðinni eru f jórir drekar felldir saman í kringl-
óttan reit, á peningnum aðeins tveir.21 Áletrunin (Alþingi vas
sett o. s. frv.) er tekin úr íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar.
Listamaðurinn virðist hafa farið sínar eigin götur um stafsetning-
una, en ekki fylgt neinni sérstakri útgáfu af hinu fræga riti. Næst
fer þó stafsetningin útgáfu Jóns Sigurðssonar frá 1843.22
Uvi 2 króna peninginn. Frummynd framhliðarinnar er í Þjóð-
minjasafni, Alþhs. 126 a. í bréfi til undirbúningsnefndar alþingis-
hátíðarinnar, dags. 31. 1. 1929, segir listamaðurinn, Baldvin Björns-
son, að tillagan sé „hugsuð sem tákn um ávöxtu alþingis; á blysið
að merkja frelsi, en sverðið, sem gyðjumyndin stígur á fæti, frið“.
Þarf táknmynd þessi þá ekki frekari skýringa við, nema hvað svo
mætti virðast sem í gyðjumynidinni gætti í senn áhrifa frá hinni
alþekktu táknmynd íslands, fjallkonunni,, og ef til vill einnig frá
hinu mikla líkneski frelsisgyðjunnar í New York. Framan á stól-
bríkunum eru öðrum megin Þórshamar, hinum megin kross, og
táknar þetta að íslenzk saga og menning eigi rætur bæði í heiðnum
og kristnum sið.
Á bakhliðinni eru áðurnefndar landvættir í útfærslu Tryggva
Magnússonar. Öll hliðin er auk þess hugsuð sem víkingaaldar-
skjöldur, með bólu í miðju og negldri rönd og negldum listum, sem
skipta fletinum í fjóra reiti. Hefðbundnar, rómantískar hugmynd-
ir um forna skildi liggja hér að baki.23 Rúnastafrófið, sem notað
hefur verið í áletruninni, er hið venjulega stafróf á íslenzkum rúna-
ristum frá miðöldum, rétt með farið. í orðinu alþingi á að vera
stungin kaun, og þannig er það á gifsskildinum,, en á peningnum
21 Um Valþjófsstaðahurðina sjá t. d. Anders Bæksted, Islands runeind-
skrifter, Bibliotheca Arnamagnæana II, Kbh. 1942, bls. 181—200, fig. 92—95.
22 íslendinga sögur, Forste Bind, Kbh. 1843, hls. 6.
2 3 Svipaðir skildir sjást t. d. á spilum, er sami listamaður teiknaði,
sbr. bakið, spaðakóng, spaðagosa, hjartagosa. Alþhs. 58 a—b.