Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 121
ALÞINGISHÁTÍÐARPENINGARNIR
127
forstjóri myntsláttunnar taldi, að ekki væri hægt að finna neinar
upplýsingar um þessi efni í skjalasafni myntsláttunnar.27 En í
bréfi til Vilhjálms Vilhjálmssonar, verzlunarmanns í Reykjavík, árið
1962, segir myntsláttan, að slegnir hafi verið 10 silfurpeningar, og
eignaðist Þjóðminjasafnið einn þeirra það ár.
Lýsing peningsins.
Minnispeningur úr bronsi (og silfri, samkvæmt áðursögðu).
Framhliö: Almynd af manni, sem er nakinn að öðru en því að hann
virðist hafa einhvers konar skikkju um hálsinn. Hægri hendi heldur
hann sverði hátt á loft, en bendir hinni vinstri fram úr stílfærðu
klettaskarði. Ofan við vinstri handlegg hans áletrun: ÍSLAND, og
neðan við nafnið ártalið 1930. Neðst til hægri (framan við fætur
mannsins) A. S., upphafsstafir listamannsins. Bakhliö: Skjaldar-
merki Islands með landvættunum fjórum, mjög stílfærðum. Neðan
við nafnið ÍSLAND og þar undir ártalið 1930. Innhöggvið á rönd-
ina: BRONZE, en til er einnig að þar standi MONETA, og á silfur-
peningunum stendur 1 ARGENT. Þyngd: 139,5 grömm, en silfurpen-
ingarnir 146 grömm. Þvermál: 68 mm.
Samkvæmt heimild listamannsins, Ásmundar Sveinssonar, táknar
framhliðin fund Þingvalla.
Búið er um peningana í snotrum gulleitum pappaöskjum, sem
klæddar eru með einhvers konar skinneftirlíkingu. Á lokinu stend-
ur með gylltum stöfum: COMITÉ PARISIEN DU MILLENAIRE
og sú áletrun er á eintaki Þjóðminjasafnsins af peningnum. Höf-
undur þessarar greinar hefur einnig séð öskjur með áletruninni:
ADMINISTRATION / DES / MONNAIES ET MÉDAILLES / 11,
QUAI DE CONTI/PARIS. Silfurpeningur Þjóðminjasafnsins er
í rauðum öskjum og engin áletrun á.
Forstjóri frönsku myntsláttunnar, herra André Dally, var gerður
stórriddari fálkaorðunnar árið 1931 fyrir hugulsemi sína í þessu
máli.
2 7 Greinarhöfundur þakkar Agnari Kl. Jónssyni sendiherra og Vilhjálmi
Vilhjálmssyni drengilega aðstoð í þessu máli.