Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 124
ELLEN MARIE MAGER0Y
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM
SÖFNUM
iii
GRIPIR í NATIONALMUSEET, KAUPMANNAHÖFN
(Framhald frá Árbók 1961)
LÁRAR
1. 0. 308. (X 245). Lár úr furu. Ferhyrnd spjöld úr eik, horn-
stuðlar úr birki. Stuðlarnir ferstrendir, með ávölum brúnum, og er
lægð í miðhlutann á þeim hliðum, sem snúa út. Venjulegar, tapp-
aðar þverrimar, og milli þeirra spjaldmyndaðir rimlar með stöfum
á milli. Upp úr efri þverrim á skammhliðum gengur samföst
yfirbrík, gerð úr stönglum og með pálmettu í miðju. Botninn (sem
ef til vill er nýrri og er óheflaður að neðtm) er nú festur á með
tveimur, stórum skrúfum. Lokið er eins og húsþak með burstum,
og vita þær út að langhliðum. Þær ná upp fyrir „þekjuna“. Burstar-
brúnin er með tungum, sem teinungsstönglar mynda. Á stuðlun-
um eru hnappar, í mynd mannshöfuðs, bandhnúts og fugls. Járn-
hjarir (og ól) og járnlæsing á langhliðunum. L. um 39. Br. 30. H.
32,5.
2. Botninn ef til vill nýrri. Nýrri stykki neðst á framstuðlunum
tveimur. (Nýrri hlutar í loki?) Brotið úr hnöppunum. Tveir þeirra
límdir. Maðksmoginn. Brúnbæsaður. 74. mynd.
3. Útskurður á öllum hliðunum fjórum og að ofan. Á öllum
fjórum burstum eru teinungsbugður, gegnskornar efst. Á stóru
burstunum ( á lokinu) eru þríflipa blöð. Sams konar teinungar á
neðri skáflötum loksins og á neðri þverrimum langhliðanna. 1 mæni-
ásnum eru gegnskornir, S-laga liðir á rönd, en uppi á ásnum höfða-