Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 126
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hefur brotnað alveg af). Allir stönglar og bönd meira og minna
ávöl að ofan. Breidd stönglanna og hæð hins upphleypta skreytis
allbreytileg. Er hæðin mest um 3 mm, að því er virðist. — Vel
unnið. (Sennilega í nánum tengslum við marga skápa, m. a. Þjms.
11006 og fleiri hluti í Þjóðminjasafni Islands).
4. Hvorki dagsetning né ártal sjáanlegt.
5. Á mæniásnum: einum|gude|sie|ei
Á framhlið: heidur siejgud
Á bakhlið: him numja ogjh
önnur skammhlið: eg|ueit|minn
Hin skammhliðin: lausnar|e.|lifer
6. Á fremur illa förnum miða, sem límdur er innan á lárinn,
stendur: —---------embulár, kartekasse) erne er kun nogle salme
------lser:--------einum gudi se e.i [lift lof]. Safnskýrslan: Strik-
að yfir og heitinu breytt í „Kasse (isl. lár).“ Frá Islandi. Kom
frá Nationalmuseet II.
7. Safnskýrslan: Um 1700.
8. Safnskýrslan: Teikning í Tidsskrift f. Kunstindustri 1887,
mynd 12. Tidsskr. f. Industri 1903, bls. 147 (mynd 16). Billedbog
fra Frilandsmus. mynd 75, önnur prentun (1917) mynd 89 (eftir
Hude). Kunst u. Handwerk 1905, mynd 421.
1. O. 309. (X 163) Lár úr furu. Eik í þverrimum skammhliða,
nokkrum botnfjölum og tveimur stuðlum. Þverfjalirnar á langhlið-
um úr beyki. Ferstrendir, strikheflaðir hornstuðlar án hnappa. Á
lokinu eru fjórar hallandi hliðar. Nokkur strikheflun á lóðréttu
rimlunum milli þverrimanna, bæði á lokinu og á sjálfum lárnum.
Litlar glerrúður felldar í langhliðarnar á lokinu og aðra skamm-
hlið þess, en undir þeim litaðar túskteikningar. (Ávextir. Blóm.
Hluti af hesti ?) Messingarhjarir með höfðaletri, skraut úr smá-
stungum og skrúfur með rósettulaga haus. Krókur í hring, sem
gerður er úr messingarplötu með ágröfnu skrautverki og áfestri
rósettu. Botn er uppi í lokinu. í stað tveggja rimla á hvorri skamm-
hlið hefur verið sett glerrúða ofan á grafinn flöt.
L. 26,5. Br. 18,5. H. um 30.
2. Einar hjarirnar farnar að losna. Tveir skrúfuhausar dottnir
af. Glerrúðurnar sums staðar brotnar. Brúnbæsaður. Þverrimarnar
í hliðunum málaðar brúnar, rimlarnir svartir. 75. mynd.
3. Ein eða tvær línur með ristum rúnum eru á neðri þverrimum