Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 130
136
ARBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
jurtateinungur með upphleyptri verkan, tveir og tveir eins. Skorið
niður um 3—4 mm. — Verkið fremur gróft og frumstætt.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Kassi undir lopa (lopalár), Oddi, Islandi.
Keyptur á 2 kr.
7. Safnskýrslan: Um 1800.
8. Safnskýrslan: Mynd í Tidsskr. f. Industri 1903, bls. 147.
1. —19UU. Lár úr furu. Ferstrendir hornstuðlar. Efst á
þeim er eins og móti fyrir tveimur kúlum, hvorri upp af annarri, og
þar er sívalur háls á stuðlinum. Lokið eins og burstarþak og á því
tappahjarir við annan gaflinn. Gaflhliðin 22 á 1., hin 19. H. 24.
2. Einn hornstuðlanna nýr. Nýtt stykki í öðrum. Ný þverrim
yfir miðfjölinni á einni hlið. Ný fjöl í lokinu. Lárinn laus í sam-
skeytunum. Tvær miðfjalir lausar. Ómálaður.
3. Útskurður á lokinu og öllum hliðunum fjórum. Hinn hái
mæniás er í mynd kaðalsnúningsstafs. Nokkur misstór göt undir
honum, líklega til að svo virðist sem hann sé gegnskorinn. Efsti
hlutinn á báðum burstum eins og kaðalsnúningar með þremur liðum.
Kílskurðarröð neðan við mæniásinn báðum megin. Því næst fjöl með
höfðaletri, loks önnur með ristum latneskum bókstöfum í einni línu
og einni höfðaleturslínu. Á burstunum eru einnig þrjár letraðar
línur, hefur hver um sig eina og tvær höfðaleturslínur, það sem
eftir er með ristum latneskum stöfum. Upphleyptur vafteinungur
e,r á þverfjölum gaflanna. Er skorið niður um allt að 5 mm eða svo.
Frágangur frumstæður. Á framhliðinni er umgjörð um efri vaf-
teinunginn, gerð úr krákustígsbekk milli smágerðs naglskurðar,
en um þann neðri er skáskorubekkur. Miðfjalirnar: Ein gegnskorin
höfðaleturslína. Efst á hinum hliðunum er „burst“ með skrautverki.
Höfðaleturslína á öllum þverfjölunum. Lóðréttar, ristar línur skipta
hinni breiðu miðfjöl í allmarga reiti. Uppi og niðri liggur þversum
lágt upphleypt band, annað með rúðustrikun, hitt skástrikað. Þvert
yfir miðju liggur áfestur stafur í mynd kaðalsnúningsstafs með
skáskoruröðum að ofan og neðan. — Miðlungi vel gert. Höfðaleturs-
línurnar beztar.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Ofan á lokinu: